Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1986, Qupperneq 42

Æskan - 01.04.1986, Qupperneq 42
POPP Texti: Jens Kr. Guðmundsson. Bárujárnsrokk hk: (gadda- vírsrokk, þungt rokk, hart rokk, „heavy Metal“, „melodic metal“, „molten metal“, „big rock“) Rokk með kraftmiklum tónblœ (,,sándi“) og þungum takti. Þvíþyngri sem takturinn er þeim mun þyngra rokk er hœgt að tala um. Úr Poppbókinni — í fyrsta sœti Hljómsveitin Þrek hefur verið fulltrúi þeirra íslenskra hljómsveita sem flytja bárujárnstilbrigðið „amerískt iðn- aðarrokk". „Það hét ekki bárujárn („heavy metal“) þegar ég fann það upp,“ sagði Ray Davies, forsprakki bresku rokk- sveitarinnar Kinks eitt sinn þegar bárujárnið bar á góma. Ray átti við lagið „You Really Got Me“ sem Kinks sendu frá sér 1964. Fjórum árum síðar notaði kana- díska rokksveitin Steppenwolf hug- takið bárujárn um villt og þungt rokk. Það var í laginu „Born to be Wild“. Led Zeppelin og Deep Purple Fáar músíkstefnur eru jafntengdar hippatímabilinu og bárujárnið. Síða hárið, gallafötin og leðrið bera því vitni. Enda reis bárujárnið hæst á ár- unum í kringum 1970. Síðari tíma bárujárnssveitir hafa ekki bætt neinu við það sem bresku sveitirnar, Led Zeppelin, Deep Purple og Black Sabb- ath, stóðu fyrir á þessum árum. Pess má til gamans geta að bæði Deej) Purple og Led Zeppelin komu til Islands í byrjun áttunda áratug- arins. Þrumuvagninn og Drýsill Upp úr miðjum áttunda áratugnum lá við að Sex Pistols, Clash og aðrir nýbylgjukappar næðu að kaffæra báru- 49 Hljómsveitin Centaur vartii skamms tíma hæst skrifuö meðal íslenskra bárujárnssveit3, Síðan skipti sveitin skyndi' lega um stíl í fyrra, lagði bárU járnið á hiiluna fórað spila1®* rokk og metnau' arfullar rokkba"' öður. BARU- JÁRNS- ROKK Hollendingurinn Eddi VAN HALEN et ^ dæmi um að bárujárnsrokkurum 9enTs. betur að fá hljómgrunn utan heimalan ins en flestum öðrum poppurum. járnið. Engu að síður notuðu pönksveitir töluvert af bárujaT^a töktum, t.d. var önnur breiðs Clash, „Give ‘Em Enough R?P s! bárujárnsplata. Eins voru bárujaf taktarnir töluvert áberandi hér hel hjá Bubba og Utangarðsmönnum þó sérstaklega Egóinu 1981. ., $ Á síðustu árum hefur bárujar fengið uppreisn æru. Samt er það e vinsælla en svo hérlendis að helstu j lensku bárujárnsplöturnar hafa e r selst fyrir kostnaði. Því til senbuieð nægir að nefna „Þrumuvagninn' 11 samnefndri hljómsveit (útg. ‘82) .j „Welcome to the Show“ með Ur-' (útg. ‘85)

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.