Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1986, Page 46

Æskan - 01.04.1986, Page 46
Bréf úr Dalasýslu Kæra Æska. Eg á heima á sveitabæ sem heitir Tunga. Hann er í Hörðudal í Dala- sýslu. Við erum með kindur, hesta, kýr, hund, kött og þrjá kettlinga. Það á bráðum að lóga kettlingunum ef við komum þeim ekki út. Ég vona að ekki þurfi að koma til þess. Þeir eru gulir og hvítir. Skólinn minn er heimavistarskóli og heitir Laugaskóli. Ég er í 8. bekk en bróðir minn í 6. bekk. Mér finnst fé- lagslífið alveg ágætt. Diskótek eru haldin á þriggja vikna fresti og mynd- bandssýningar eru oft. Svo eru oft spilakvöld. 7. 8. 9. og 10. bekkur eru alltaf í skólanum nema um helgar. Við förum heim með skólabíl eftir hádegi á föstudögum og komum aftur í skólann á mánudagsmorgun. 1.-6. bekkir skipt- ast á um að vera í skólanum. Að síðustu vil ég þakka fyrir gott blað og óska því góðs gengis í framtíð- inni. Með bestu kveðju, Dallilja Sæm- undsdóttir, Tungu, Hörðudal, Dala- sýslu Skrifið um skautaíþróttina Kæra Æska. Þið mættuð skrifa eitthvað um skautaíþróttina, þó sérstaklega ís- knattleik. Akureyringar og Reykvík- ingar keppa árlega í honum en fá litla sem enga umfjöllun í fjölmiðlum. Þakkagott blað, Skautafrík Svar: Þakka þér fyrir bréfið. Við skulum taka það til athugunar að fjalla um skautaíþróttir unglinga -en það verður þó ekki fyrr en næsta vetur enda komið vor. Viðtal við Eirík Kæra Æska. Við erum hér tvær úr Hafnarfirði og okkur langar til að fá viðtal við Eirík Hauksson og helst veggmynd af hon- um. Svo eru hér tveir brandarar: — Þjónn! Það er fluga í súpunni minni. — Já, það er rétt. Áttirðu von á hesti? — Lítill drengur settist í stólinn hja tannlækninum og byrjaði að öskra a miklum krafti. - Hvað er þetta? Ég hef ekki sn£í þig ennþá, sagði tannlæknirinn. — Jú, þú stendur á tánni á mér! Oddný Ármannsdóttir og Guðrún Er*a Sigfúsdóttir 12 ára, Hafnarfirði. Þrír Japanar Kæra Æska. Ég vona að þið birtið þetta bréf. Ég hef aldrei skrifað ykkur áður. Ég sendi hér brandara. Hann er svona: Einu sinni komu þrír Japanar til ís- lands og settust hér að í skamman tíma. Sá fyrsti fékk starf í plötubúð og kunni ekkert að segja nema: „Ég, ég, ég.“ Annar fékk vinnu á veitingastað og kunni bara að segja: „Með hníf og gaffli, með hníf og gaffli.“ Þriðji fékk vinnu í steinverksmiðju og gat bara sagt: „ Steinninn er bestur, steinninn er bestur." Eitt sinn var stolið tonni af nauta' kjöti í verslun í miðbænum. Lögreg ‘ yfirheyrði Japanana og spurði þann fyrstnefnda hver hefði gert þetta- „Ég, ég, ég,“ svaraði hann uffl ha’ ^ „Og hvernig fluttuð þið kjötið útn búðinni?" spurði þá löggan. Með hníf oe eaffli,“ svaraði ann‘’ Þá sagði löggan: „Þið farið allir í steininn.“ „Þá svaraði sá þriðji: „Steinninn er bestur, steinninn er bestur.“ Elísa B. Jóhannsdóttir 12 ára ÆSKUPÓS T URINN 46

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.