Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1986, Page 48

Æskan - 01.04.1986, Page 48
13. Villtur var hann og vissi engar áttir en hélt hikandi af stað. Ekki hafði hann farið langt er heyrði leikið á fiðlu. Hann gekk á hljóðið og hitti brátt fiðlarann fyrir. Sá kvaðst bundinn við boga og stokk uns annar leysti hann af hólmi. 14. Kóngsson bauðst gera það. Þá strax og hann hafði hljóðfærið í höndum sá hann engan lengur. Kóngsson kunni hvorki tök né takta en fiðlan var með töfrum og lék af sjálfri sér. Honum fannst því dimmra því lengur sem leið og rölti af stað ráðvilltur. 15. Er gengið hafði hann langa stund grillti í ljós. Feginn stefndi hann í þá átt og var brátt hjá húsi. Honum var að sönnu ógn af og vogaði varla að fara inn en herti þó hug snarla og hrinti upp hurð. Autt var þar fyrst en heyrði hljóð innar. 16. Kóngsson hvarflaði nær og kom að mönn- um tveim. Deildu þeir ákaft og höfðu hátt. Milli þeirra voru vel búið sverð, hattur hár og stígvél. Er þeir urðu hans varir kvað annar karla: Kemur þar kristinn og mennskur og má kveða dóm í deilu okkar. 48

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.