Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1987, Qupperneq 18

Æskan - 01.11.1987, Qupperneq 18
Hanna Q Sóta ■ eftir Jóhönnu Steingrímsdóttur Nei, þetta dugði ekki! Hanna spratt á fætur og litaðist um. Hún sá hestana hvergi. Nú földu þeir sig auðvitað í einhverri lautinni. Skyldu þeir vita að það átti að binda heyið í dag? „Maður veit aldrei hvað dýrin hugsa, þau skilja meira en maður heldur,“ sagði amma stundum. Þetta var víst rétt. Oft fannst Hönnu Sóta gamla vita hvar átti að leita að kúnum þegar þær ærð- ust eins og vitleysingar í leit að sveppum þegar líða tók á sumarið. Hanna og Sóta höfðu leitað þeirra margt síðdegið á þessu sumri og Sóta dró býsna oft taumana úr höndum Hönnu og fór sínu fram enda brást þá ekki að hún hafði á réttu að standa. Og þegar kýrnar voru farnar að renna eftir götu- troðningnum heim á leið var skrít- ið hvað Sóta hafði gaman af að stríða latrækustu kúnum. Hún greikkaði sporið og rak hausinn óþyrmilega í belginn á þeim svo að þær stundu og másuðu og gerðu hlægilega tilraun til að hlaupa með troðna vömbina og full júgrin. Hönnu sýndist Sóta hlæja að þess- um hrekkjum sínum. Víst var að hún hristi hausinn, frísaði og varð svo skrítilega hýr til augnanna. Hanna hljóp upp á háan hól og litaðist um. Þarna voru hestarnir skammt frá í djúpri graslaut. Hún stökk af stað; nú skyldi hún vera fljót að ná í hestaskammirnar. Æ, þarna losnaði steinn undan fæti hennar og valt niður hólinn. Bara að hann lenti nú ekki á ein- hverju álfabarninu. Amma sagði að það byggju álfar í öllum hólum og stórum steinum og það mætti ekki vera með ólæti og ekki kasta eða velta steinum í hólunum. Amma sagði að þá yrði huldufólk- ið reitt og gæti hefnt sín. Hún sagðist hafa heyrt slíkar sögur og hún trúði þeim. Hanna trúði þessu líka. Hún hafði að vísu aldrei séð huldufólk en á veturna þegar tunglskin var sáust stundum ljós í klöppunum niður við ána. Amma sagði að þar væri álfabær með ljós í gluggum en pabbi sagði að þetta væri bara endurskin frá svellbunkum sern væru í klöppunum. Steinninn, sem valt þegar hún hljóp, fór alveg óvart en samt vat hún svolítið kvíðin. Hún kraup niður við stóra, þunna hraunhel'n sem lá utan í hólnum. Hún t°' með báðum höndum í hellurön ina og gat lyft henni ofurlítið. Hún gægðist undir helluna. Hún bjóst jafnvel við að hellan gæti vet ið hlemmur sem álfkonan he lagt yfir gluggann hjá sér svo a. enginn sæi inn. En undir hellun^^ var bara meiri möl. „Jæja, allur varinn góður,“ sagði aninlj!j Hanna litla laut niður og hvísla undir helluna: „Góða álfkona, v A . íí irgefðu. Þetta var alveg óvart- Síðan tók hún á sprett í ^ hestanna. Þegar hún átti skamma spöl eftir til þeirra hægði hún fer ina, setti hendina með beishmu fyrir aftan bak en hélt fram rúg- brauðsbita með hinni. Sóta reisti l^usinn, sló geðvonskulega til taglinu og krafsaði með öðrum framfætinum í jörðina. Ekki var þetta álitlegt. Hvaða hintir voru nú í Sótu. Hanna talaði hl hennar og var blíð í máli. >,Sóta mín, viltu ekki brauð? ^iáðu! Komdu, kellan, þetta er nýbakað.“ Sóta færði sig nær. Hanna rétti nenni brauðið. Hún hrifsaði °rauðbitann og tók svo á sprett 'heð hestana á eftir sér. Sóta hljóp ekki langt, stansaði og sneri sér Hanna kom vongóð með °rauð í útréttri hendi. Sóta lék ^ama leikinn, hrifsaði brauðið og kljóp. Hún ætlaði sýnilega ekki að ^ta ná sér. Nú leist Hönnu ekki á blikuna. abbi var eflaust farinn að bíða. að var sannarlega ekki gaman að shúa heim hestlaus eftir að hafa eyh tímanum í vangaveltur og droll. Henni fannst hún hafa brugðist því trausti sem pabbi bar til hennar. Hanna gerði eina tilraun enn og hét nú á Sótu að svíkja sig ekki: „Elsku, elsku Sóta mín, komdu, gerðu það, vertu góða kerlingin. Stattu nú kyrr; gerðu það fyrir mig að standa nú kyrr, elsku Sóta mín.“ Sóta virtist hugsa sig um. Hanna varð vonbetri og gekk nú alveg að henni en þegar hún rétti út hönd- ina skvetti Sóta upp rassinum og var komin á harða sprett áður en Hanna áttaði sig. Nú var Hönnu allri lokið. Hún fór að gráta, fleygði sér á jörðina með þungum ekka; hún grét eins og allt hennar líf væri hrunið til grunna. Ó, að hún Sóta skyldi geta gert henni þetta. Pabbi beið heima, fólkið á engjunum og hún náði ekki hestunum. Það yrði hlegið að henni. Enginn gæti treyst henni framar til að sækja hestana. Það hafði aldrei brugðist fyrr að hún næði þeim, jafnvel ef fullorðna fólkinu gekk illa að ná í hest var Hanna sótt og sagt: „Hún er svo lagin við hestana, telpan.“ Þetta segði enginn framar. Nú hafði hún brugðist. Nýja grátkviðu setti að henni. Þá var hnippt í rassinn á henni. Hún leit upp. Þarna stóð Sóta og ýtti vinalega við henni með flipan- um. Hanna stóð hægt á fætur og vafði handleggjunum um hálsinn á Sótu og nuddaði tárin af kinnun- um í dökkrauða hlýja feldinn hennar. Sóta stóð eins og klettur á meðan Hanna beislaði hana og fór á bak, síðan tók hún sprettinn heim á leið og allir hestarnir á eft- ir. Pabbi var að enda við að dreifa röku heyi sem hann hafði verið að hreinsa ofan af þar sem ylnað hafði í hlöðunni. Hanna reið sigur- reif í hlaðið. Hún hafði leyst af hendi það sem henni var trúað til. 18 19

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.