Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1987, Side 30

Æskan - 01.11.1987, Side 30
LEÐURJAKKAR OG S er bráðsmellin og spennandi saga eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur. Hún hlaut hæstu verðlaun sem veitt hafa verið fyrir barna- og unglingabækur, 100.000 kr., þegar Stórstúka íslands I. O. G. T. efndi til samkeppni um unglingaskáldsögu í tilefni barnaárs 1985. Sagan snýst um daglegt amstur og ástaskot nokkurra krakka í 8.H — glettin og gáskafull — en leikurinn æsist þegar Sindbað sæfari kemur fram á sjónarsviðið og eftir það vofir ótrúlegur háski yfir Erni. . . Æskan gefur söguna út í haust. Við birtum hér hluta úr 2. kafla. Aðalsöguhetjurnar hafa mælt sér mót heima hjá Gerði. . . (Á myndinni sitja Gerður og Tóti við borð, Örn stendur þar hjá en Nína og Lúlli eru á tali utan dyra. Myndin er tekin í bókarlok. . .) Örn hljóp við fót heim til Tóta. Hann ætlaði að hringja bjöllunni en þá opnuðust dyrnar og Tóti stóð fyrir framan hann eins og klipptur út úr tískublaði. „Þú ætlar þó ekki að fara í þunnum leðurjakka í 10 stiga frosti,“ stundi Örn þegar hann sá Tóta í fermingar- jakkanum sínum. „Þú hljómar eins og amma mín,“ sagði Tóti og brosti blítt um leið og hann lokaði hurðinni og tiplaði á fín- um skóm út í snjóinn. „Þú ert brjálaður. Þú drepst úr kulda,“ sagði Örn hneykslaður. Hon- um fannst eins og Tóti svindlaði með því að vera í leðurjakka því að hann átti engan sjálfur. „Heldurðu að það sé eitthvað flott að vera í ballfötum úti í frosti og snjó? Þú dettur á hausinn og hálsbrýtur þig,“ sagði hann og fannst eins og hann væri sjálfur nöldursöm kerling. „Ég hélt að við ætluðum að skreppa niður næstu götu og svo til hægri en ekki í langferð upp á jökul,“ sagði Tóti og reyndi að halda jafnvægi. Seinasta spölinn heim til Gerðar var Tóti farinn að skjálfa og hékk hálfveg- is á Erni. „Ferlega er þetta allt í einu orðið langt,“ stundi Tóti og virtist vera á góðri leið með að gefast upp. Örn horfði sigri hrósandi á vin sinn. „Þú ert fjólublár.“ „Fínt,“ tautaði Tóti. Þeir þurftu ekki að hringja bjöllunni nema einu sinni. Þá var hurðin rifin upp og lítil krullhærð stelpa horfði á þá eins og þeir væru einhverjir bijál- æðingar. Örn spurði eftir Gerði því að Tóti gat ekki talað fyrir kuldakipp- um. Sú litla skildi hurðina eftir opna en hljóp inn og galaði af öllum kröft- um: „Gedda, Gedda, þa er ljótir kallar spurja þig.“ Gerður kom til dyra og flissaði heil ósköp yfir því hvað systir hennar væri sniðug. „Er hún ekki mikið krútt,“ sagði hún hlæjandi og benti á þá litlu. ,,Hún segir að þið séuð ljótir karlar.“ Þeir tróðu sér inn í þröngan gan£' inn og Tóti gat ekki leynt því hva hann skalf. „Ferlega ertu smart,“ heyrðist alh 1 einu í Nínu sem kom nú í ljós og hkt- ist einna helst illa skreyttu jólatré. Hún horfði með aðdáun á Tóta. ,Er þetta fermingarjakkinn þinn?“ spufci' hún af ákafa og tuggði tyggjó. Tóti kinkaði kolli. Hann gat efln ekki talað og tvísteig í köldum gangi°' um á meðan stelpurnar skoðuðu hann í krók og kring. „Hann er næstum alveg eins jakkinn hans Lúlla,“ vældi Nína og þuklaði jakkann. „Ertu að drepast úr kulda?“ spuf 1 þá Gerður allt í einu og virtist undr andi. „Komdu og sestu hérna við ofn- inn. Ég skal ná í ullarteppi svo þ®r 30

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.