Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1987, Page 41

Æskan - 01.11.1987, Page 41
SKEMMTILEGUR JJnglingaefnis í Sjónvarpinu þekkti nana að góðu frá því að hún lék og las 1 Stundinni okkar. Hann hringdi í 0lnmu hennar og nöfnu, Unni Am- Srimsdóttur, og bað hana að athuga nvort dótturdóttir hennar hefði áhuga ^ °g tíma til að vinna við Töfraglugg- ann. »Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar !'la>“ segir Unnur þegar hún rifjar Petta upp. „Ég fékk handritið svo sent ^aginn eftir. Þó að ég hafi nóg að gera ' tómstundum treysti ég mér vel til að $ta þessu við.“ Énnur hefur svo sannarlega mikið gera og er önnum kafin nær öll ^öld við dans- og ballettæfingar. f'tln hefur verið að læra hvort tveggja rá fimm ára aldri. Hún er núna að i efja sjötta ár sitt í Ballettskóla Þjóð- e,khússins. Svo er hún einnig í dans- kóla móður sinnar, Hennýjar Her- mannsdóttur. Þar getur hún reyndar ekki lært djassballett og stepp svo að hún verður að fara í tvo aðra skóla til þess. Það er margt annað sem á huga Unnar í tómstundum en dans og ball- ett. Um helgar sýnir hún ullarfatnað á hótelum í Reykjavík. Hún hefur verið í módelsamtökum ömmu sinnar og nöfnu frá því að hún var tveggja ára. En hvemig fer ung stúlka að því að sinna skólanáminu sem skyldi auk svo tímafrekra áhugamála? „Ég get það með því að skipuleggja tíma minn vel,“ svarar hún. „Lengsti vinnudagur minn er þriðjudagur. Þá fer ég beint í ballett eftir skóla, svo í djassballett og eftir það í steppdans. Ég kem því seint heim á þriðjudags- kvöldum til að læra. Þegar því er lok- ið fer ég fljótlega í háttinn. Jú, ég er alltaf svolítið þreytt daginn eftir en þreytan er fljót að líða úr mér. — Hvað langar þig nú helst til að verða? Danskennari, sjónvarpsmaður eða tískusýningarstúlka? „Framtíðin er alveg óráðin,“ svarar hún. „Ég hef svo mörg áhugamál að ég get ekki enn gert upp á milli fram- tíðarstarfa. Tíminn verður að leiða þetta allt í ljós. Ég gæti líka hugsað mér að verða flugfreyja eða rithöfund- ur. Mamma mín var einu sinni flug- freyja.“ Lítið í íþróttum Unnur er í 4.-GIG í Hlíðaskóla. Henni líkar vel þar. Hún kveðst ekki eiga neinn draumaprins. Það em margir sætir strákar í skólanum en hún treystir sér ekki til að gera upp á milli þeirra. Við spyrjum næst hvort hún æfi ein- hverjar íþróttir. „Nei, lítið sem ekkert. Dans og íþróttir fara ekki vel saman. Ég fer stundum í badminton (hnit) og í fót- bolta með bróður mínum þegar hann neyðir mig til þess.“ — Fylgist þú vel með tónlist? „Nei, ég er ekki vel að mér í henni. Mér þykir gaman að dansa við skemmtilega tónlist en spái sjaldan í hverjir flytja hana.“ Unnur hefur oft ferðast til útlanda, oftar en flestir jafnaldrar hennar. Að síðustu bið ég hana um að segja okkur dálítið frá því. „Ég hef komið til 13 landa," segir hún. „Ég hef komið til allra Norður- landanna nema Finnlands. Ég átti heima í Danmörku í eitt ár þegar ég var fimm ára. Svo hef ég ferðast til Havæ (Hawai) og farið þrisvar til Mæjorka (Mallorka) — svo eitthvað sé nefnt. Þetta vom lokaorðin í samtalinu og væntanlega eru lesendur og aðdáend- ur Unnar Berglindar nokkm nær um hver hún er þessi sæta og skemmtilega stelpa í Töfraglugganum. 41

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.