Æskan

Árgangur

Æskan - 12.04.1901, Blaðsíða 5

Æskan - 12.04.1901, Blaðsíða 5
49 eins og föst hvelfing, vai' nú svo að sjá, sem hann væri gagnsær og ijósið flóði um hann eins og öldur á hafl, og í hafl þessu köfuðu stjörnurnar, á ýmsu dýpi, sumar innan um öldurnar, en aðrar uppi á öldu- toppunuin. En iangt i burt og hæst uppi sáu þessir þrír menn dálítinn skugga korna í ljós. Og þessi skuggi fór í gegnum himingeiminn eins og' kólfl væri skotið, og varð smám- saman bjartari eftir því, sem liann færðist nær, unz hann var orðinn eins og rós — sem ég vildi að guð léti visna — þegar hún breiðir út blómknapp sinn. Ljóshnölt- urinn varð stærri og stærri, dimma hylkið utan um hann rofnaði smám saman og ijósið braust út eins og fjögur blöð, sitt í hverja áttina. Loks var hnötturinn kom- inn niður á meðal stjarnanna, og þar stað- næmdist hann. Dimm blöðin hurfu og þarnæst sprakk út hvert rósrauða ijósbiað- ið af öðru, unz hnötturinn var orðinn að undurfagurri stjörnu á himninum, sem ijórnaði skærar en allar aðrar. Legar fátæku menniinir sáu þetta vissu þeir af vizku sinni, að á sömu stundu fædd- ist voldugur konungur á jörðinni og að hann mundi verða voidugri en ailir aðrir konungar heims fyr og siðar. Sögðu þeir þá iiver við annan. „Látum oss fara til hins nýfædda barns og foreldra þess og segja þeim, hvað vér höfum séð. Það er ekki ómögulegt að þau launi oss það með pyngju fullri með gullpeningum eða dýr- mætu armbandi." Að svo mæltu tóku þeir löngu göngu- stafina sína og lögðu af stað. Þeir gengu Kegnum borgina og út úr borgarhliðunum, ©n þá vissu þeir ekki í svipinn hvert halda skyldi. Því nú sáu þeir stóru, þurru fall- egu eyðimörkina fram undan sér, sem mennirnir hafa svo mikinn ýmigust á. En þá sáu þeir alt í einu hvar stjarnan varp mjóum ljósgeisla yfir sandana á eyðimörk- inni. Héidu þeir þá huggiaðir áfram ferð sinni eftir því, sem stjarnan leiðbeindi þeim. Alla nóttina gengu þeir yfir stóru, víðáttu- miklu sandsléttuna, og töluðu um ekkert annað en nýfædda konunginn, sem þeir mundu finna sofandi i vöggu úr gulli og gimsteinum setta. Þeir styttu sér stundir með því, að taia um, hvernig þeir skyldu haga sér þegar þeir gengju fram fyrir kon- unginn föður hans og drotninguna, móður hans, um leið og þeir segðu þeim, að frá himnum kæmi það fyrirheiti, að sonur þeirra mundi öðlast. kraft og veldi, fegurð og ham- ingju enn þá meiri en Salómon. Þoir voru drembnir yfir því, að Guð hafði kaliað þá tii þess, að sjá stjörnuna. Þeir sögðu sín í millum, að foreldrar ný- fædda barnsins mundu engan veginn launa sér með mkinu en tuttugu pyngjum gull- peninga, og of til vill mundu þau gefa sér svo mikið, að þeir yrðu ekki varir við fá- tækt framar. „Ég lá í leyni í eyðimörkinni oins og ljón,“ mælti Þerrinornin, og ég hafði í hyggju, að ráðast á þessa ferðamenn og kveija þá til dauða með þorsta, en þeir forð- uðust mig. Stjarnan leiðbeindi þeim á hverri nóttu. Þegar lýsti af degi og aðrar stjörnur fölnuðu á himninum, sást hún ein eftir og lýsti yfir eýðimörkina, unz þeir voru komnir í grasey, þar sem þeir fundu uppsprettur og tré, er svignuðu undir þunga ávaxtanna. Þar áðu þeir á daginn og lögðu ekki af stað aftur fyr en þeir sáu stjörn-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.