Æskan - 12.04.1901, Blaðsíða 7
51
þeim eins og jörðunni þegar steypiregn
keniur," mælti nornin og hrollur fór um
hana. Peir titruðu af ótta eins og þeir
væru staddir innan um þrumur og eldingar,
lijörtu þeirra mýktust og auðmýktin spratt
upp í huga þeirra eins og grængresið á
jörðunni.
í þrjá daga og þrjár nætur ráfuðu þeir
um og leituðu barnsins, sem þeir áttu að
tilbiðja. En stjarnan sást ekki og þeir urðu
æ viltari og fyitust sorgar og örvílnunar.
Þriðju nóttina komu þeir að þessum brunni
og ætluðu að fá sér að drelcka. En þá
hafði guð fyrirgeíið þeim synd þeirra og
þegar þeir beygðu sig niður að vatninu,
sáu þeir þar spegilmyndina af stjörnunni,
sem hafði visað þeim veginn úr Austur-
löndum.
í sama bili sáu þeir stjörnuna pinnig á
himninum og hún visaði þeim á ný að
heilinum hjá Betlehem og þeir krupu á kné
fyrir barninu og sögðu: „Yér færum þér
gullskálar, fullar reykelsis og dýrmætrar
myrru. I'ú skalt verða hinn mesti kon-
ungur, sem lifað hefir á jörðunni alt í frá
lieimsins sköpun og til veraldarinnar enda. “
Þá lagði barnið hönd sína á höfuð þeirra,
þar sem þeir krupu fyrir þvi, og þegar þeir
litu upp sáu þeir, að það hafði gefið þeim
dýrmætari gjaflr, en nokkur konungur mundi
hafa getað gefið. Því gamli beiningamað-
urinn var orðinn ungur, sá líkþrái heill
lieilsu og sá svarti fagur bvitur maður.
Og sagan segir, að þeir hafl orðið konung-
ar í sínu ríkinu hver.“
Þerrinornin hafði nú lokið sögu sinnni,
og aðkomumennirnir dáðust að henni:
»Þú hefl sagt vel frá,“ sagði einn þeirra,
»en mig furðar á þvi, að þeseir þrir vitr-
ingar hafa engu launað brunninum, sem
sýndi þeim stjörnuna. Hafa þeir öldungis
gleymt slíkum velgjöming?"
„Ætti ekki brunnur þessi að standa til
eilífðar?" mæiti annar, „til þoss að minna
menn á, að það, sem giatast á hæðum
drambseminnar finst aftur í djúpi lítilæt-
isins. “
„Eru þeir burtsofnuðu lakari en hinir
lifandi?" rnælti hinn þriðji. „Deyr þakk-
látssemin hjá þeim, sem komnir eru í
Paradís?"
í því hann sagði þetta spratt Þerrinornin
upp og ]-ak upp hátt óp. Hún þekti að-
þekti aðkomumennina, hún sá hvers konar
ferðamenn þetta voru. Hún flúði burt
eins og hún væri orðin vitstola, svo hún
sæi ekki, að vitringarnir létu þjóna sína
teyma úlfaldana að brunninum, og taka
þar af þeim byrðarnar, sem voru eintómir
vatnsbelgir, og að þeir fyltu brunninn, sem
var að þorna upp, með vatninu, sem þeir
höfðu komið með úr Paradís.
jSlvarleg orð.
Að selja áfenga drykki er að selja sjúk-
dóma.
Að selja áfenga drykki er að selja fá-
tæktina.
Að selja áfenga drykki er að selja sinn-
isveiki.
Að selja áfenga drykki er að seija glæpi.
Að selja áfenga drykki er að selja dauð-
ann.
B. W. Ricliat'dson,
nafntogaður enekur lœknir og ▼ísindamaður.