Æskan

Årgang

Æskan - 28.01.1902, Side 3

Æskan - 28.01.1902, Side 3
31 „Fjörutíu mörk í fyrsta sinn!“ var kall- að með afarsterkri rödd inn um glugga •sem stóð opinn. Og augnabliki síðar kom inn um dyrnar gamall maður i sjómanna- búningi og sólbrunninn í framan, og hon- um fylgdi Boli, sem hoppaði upp og réð sér varla fyrir kæti. „Fjögur hundruð mörk — annað, priðja og síðasta sinn!“ hrópaði sjómaðurinn með þrumandi rödd, og sló með staf sínum í borðið svo fast, að skjöl uppboðshaldarans fukU í allar áttir, en allir, sem við voru, stóðu sem steini lostnir. „Guð minn góður, það er þá Jansen!“ sagði Hermann og féll um háls honum. „ Já, víst er það eg, “ svaraði hann; skip- ið okkar liggur hórna úti á höfninni, hlað- ið vörum og miklu af gulli. Uppboðinu er nú lokið. Burt með ykkur alla saman!“ og svo sveiflaði hann stafnum í kringum sig, svo að allir hrukku frá. „Á morgun verða allar skuldirnar borgaðar með vöxt- um. Því það skuluð þér vita, að drottinn lifir enn, verzlunarhusið stendur enn og verzlunarnafnið Hermann Gruit von Ste»n lifir enn og blómgast! Svo ekki meira um það. — Sælir og blessaðir verið þór, ' Her- mann minn góður, og þér, frú Elísabet!" — Þannig breyttist sorgin á svipstundu í óumræðilega gleði. En hitt ber einnig alloft við, að gleðin breytist í sorg á skammri stundu. Gætið því hófs bæði í gleði og sorg, og minnist þess, að hvorki gleðin né sorgin er eingöngu á mannanna valdi. Wolfgang litli. Smásaga frá æskuárum Mozarts tónaskálds. Skömmu eftir miðja átjándu öld var það einn góðan veðurdag, að dálítill dreng- ur nálægt fjögra vetra var inni í óálitlegri dagstofu í bænum Salzburg i Austurríki. Lá hann á hnjánum uppi á fóðruðum stól fölur í framan, studdi höndum undir kinnar og hallaði sér út úr glugganum, en starði stöðugt á stórt. perutré, sem náði með greinar sínar hartnær að glugganum. Yar hann að taka eftir dálitlum fugl, sem hoppaði fjörugur af einni greininni á aðra. Loks leit svo út, sem fuglinn hefði fundið stað þar sem honum lifist að dvelja stundar- sakir, því hann settist i makindum, skim- aði því næst í kring um sig á alla vegu, og svo að kvaka. Drengurinn hlustaði á söngfuglinn með mjög mikilli athjigli, en alt í einu var auð- sóð, að honum datt eitthvað nýtt í hug, því andlit hans ljómaði af gleði. Hægt og h»gt fór hann að herma eftir fuglinum, og ekki leið á löngu áður mátt hefði vill- ast á söng hans og halda að það væri fuglakvak. Fuglinn þagnaði, stakk höfðinu undir vænginn, og leit út fyrir, að hann langaði til að fá sér dálítinn dúr. Drengurinn þagnaði líka örstutta stund, en tók því næst að kvaka svo nauðalíkt fuglinum, að fuglinn reis upp alt í einu, og teygði hálsinn *itt í hverja áttina, til þess að heyra, hvaðan hljóðið kæmi. Litla drenginn hafði langað mest til, að kalla upp af gleði, en hann gætti sín þó, svo hann fældi ekki litla söngfuglinn. Hann fór að kvaka á ný. Fuglinn hlustaði stutta stund, en fór því næst að kvaka með

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.