Æskan

Árgangur

Æskan - 28.01.1902, Blaðsíða 4

Æskan - 28.01.1902, Blaðsíða 4
32 miklu fjöri, og má þá nærri geta, hve litli listamaðurinn varð hróðugur. Pegar annar þeirra hætti að syngja byrjaði hinn, og gekk það vel þegar þeir höfðu vanist dá- lítið hvor við annan. „Nei, heyrið það! Wolfgang syngur eins og fugl.“ kallaði dálítil stúlka upp yflr sig; hafði hún komist aftan að honum án þess hann yrði var við og klappaði saman lóf- unum af gleði. Þetta geðjaðist fuglinum þó ekki að, því hann þandi þegar út væng- ina og flaug burt í skyndi. „Æ, þú heflr fælt hann burt með heimsk- unni úr þér rneð því að klappasaman lófun- um: Nú vil eg ekki sjá þig framar," kall- aði litii drengurinn til systur sinnar, sem var tveimur árum eldri en hann. Varð hún alveg í vandræðum, og stóð í sömu sporum hrygg og grátandi yflr því að hún hafði valdið svona mikilli óhamingju. „Wolfgang minn góði, þú mátt ekki vera reiður við mig, eg gerði það ekki viljandi,* mælti hún til að blíðka hann, tók utan um höfuðið á honum og kysti hann ástúð- lega á munninn. „Reyndu þessa skemtilegu list enn þá einu sinni.“ „Nei, eg er ekkert reiður við þig, Nán- etta mín góð. Nú skal eg segja þér nokk- uð. Eg ætla að skriða inn i fuglabúrið, og svo áttu sjálf að geta, hv,aða fugl eg er, þegar eg sit þar inni og syng fyrir þig.“ Drengurinn skreið ofan í stóra tóma þvottarkörfu, kúrði niður, beygði hálsinn, sneri höfðinu i allar áttir, og fór því næst að hoppa upp og baða út, höndunum eins og hann ætlaði sér að fljúga. Pví næst settist hann rólega niður, kallaði til systur sinnar. að hún skyldi hætta að hiæja, og fór að kvaka eins og fugí. „Nei, nei, þetta er siskena," kailaði syst- ir hans upp yfir sig. (Siskena, er dálítill söngfugl, iíkur kanarífuglinum.) Drengurinn kinkaði kolli og bað lmna. að setjast lika ofan í körfuna. Gerði liún það, og fór hann nú að reyna að kenna henni fuglakvak, og sagði henni, að mjög hægt væri að læra það; telpunni gekk það þó miklu, miður, en loks hafði liún þó iært dálítið, og nú sát.ti bæði börnin í þessu stóra hreiðri sinu og kvökuðu i ákafa. Þegar söngntim var lokið..fóru þau að tala saman hljóðskraf. „Mundu nú eftir því, að segju honunt pabba ekki neitt frá þessu,“ sagði drengur- inn að endingu. „Nei, það skal eg ekki gera,“ fullvissaði hún hann um. Var þá samcalinu lokið, börnin skriðu bæði upp úr körfunni og gengu út í garðinn. Leopold Mozart var söngstjóri við hirð erkibiskupsins í Salzburg, og voru þau Wolfgang og Nanetta einu börnin, er hann átti. Um það leyti hugði hvorki hann, eða sæmdarkona sú, er hann átti, að Wolfgang litli mundi verða svo frægur maður, að nafnið Mozart yrði alkunnugt víðsvegar um á ókomnum öldum, og að hann yrði það tónaskáld, sem yrði kunn- ur um allan heim fyrir það, hvað hann samdi undur-fögur lög, er hann ritaði upp á nótur. Þau dreymdi ekki um það, að myndastyfta harts mundi sjást víðsvegar ýmist úr málmi eða marmara, en sönglög hans geymast hjá komandi kynslóðum. Rétt á eftir komu bæði börnin hlaup- andi inn og drengurinn flýtti sér inn í her-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.