Æskan

Árgangur

Æskan - 28.01.1902, Blaðsíða 6

Æskan - 28.01.1902, Blaðsíða 6
34 aði faðirinn á kollinn á drengnum sínum og mælti: Woifgang litli, þú hefir næmt söng eyra, og það getur verið, að þú verðir duglegur sönglistarmaður með tímanum." Drengurinn hað þá um, að hann mætti stra\ byrja að læra að leika á klaverið hennar systur sinnar, en faðir hans svar- aði: „Þú ert enn þá langtum of lítill, og fingur þínir eru of stuttir, þú verður að bíða dálítið enn þá, og flýta þér að vaxa og verða stór“. Þetta svar fór með alla gleði litla drengs- ins; augu hans fyltust tárum, því hann hafði ekki svo mikla ánægju af neinu sem hljóðfæraslætti. En bráðum gleymdi hann sorgum sín- um, er hann fékk leyfi til að standa við klaverið meðan faðir hans kendi systur hans. Drengunnn hlustaði á með mjög nákvæmri eftirtekt og mælti ekki orð frá vörum. Þegar kenslutiminn var á enda og faðir hans og Nanetta voru gengin út settist Wolfgang litli niður við klaverið. Hann reyndi og reyndi hvað eft.it annað unz hann náði tónunum rétt saman, og hætti ekki fyr en hann heyrði, að það hljómaði rétt, og þegar það var fengið tók liann til við aðra hendingu. Degar klukkustund var liðin var hann búinn með alt lagið, sem Nanetta hafði seinast verið að æfa, og hann fór nú að leika það í samhengi; oft sló hann rangt, en svo endustók hann það, unz hann kunui að gera það á réttan hátt. Dá var hurðinni hrundið upp og faðir hans kom inn. Hann brosti glaðlega þeg- ar hann sá barnið sitt við klaverið og kallaði hlæjandi til hans: „Þig langar líka mikið að læra á hljóðfæri Wolfang litli!" „Pabbi, þú mátt hreint. ekki hlæja að mér“, mælti drenguiinn með ákafa, „eg kann orðið alt lagið, sem hún Nanetta systir mín er að æfa sig á“. „Svo? mér þætti gaman að vita, hver hefir kent þér það“. „Eg hefi kent mér það sjáifur. Eg tók eftir því, hvernig hún Nanetta fór að, og svo hefi eg sett það saman sjálfur“. Föður hans þótti gaman að hinni hátíð- legu alvöru þessa litla sonar síns, og var fús á, að hlusta á hljóðfæraslátt hans. „Taktu nú eftir pabbi, nú fer ég að byrja lagið“, mselti Wolfang litli, djarfur og hugrakkur af gletnínni í málrómi föður síns. Söngstjórinn hlakkaði ekki mikið til að heyra hljóðfæraslát.t þann, er hann átti í vændum, því hann hafði mjög næmt söng- eyra, og hann hafði kvöl af því, að heyra lögunum misþirmt, en hann var elskulegri faðir barnsins síns en svo, að hann vildi spilla gleði Wolfgangs litla. Mælti hann því, og st.undi dálítið víð um leið: „Nú jæja, byrjaðu þá í herrans nafni; láttu mig heyra!“ Hann hugsaði með sér, að yrði það mjög slæmt, gæti hann altaf látið hann hætta. „En þú mátt ekkl hlæja að mér pabbi, þvi þá hætti eg undir eins*, mælti litli drenguiinn, og gaut augunum hálf-smeikur á föður sinn. „Nei, eg ætla að eins að hugsa um eitthvað leiðinlegt á meðan og þá get eg verið alvarlegur", mælti faðir hans i háði. „Byrjaðu nú!“

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.