Æskan - 29.11.1902, Side 2
10
ÆSKAN.
oröin leikin í að greina sundur alla stafina.
Yar þar til æði mikils að vinna. Afi og
amma bjuggu enn að bæ þeim, er hét í
Tungu, og hótu Sigurður og Guðrún. Voru
þau nú hnigin á efra aldur, svo sem eðli-
legt er, því það eru flestir, sem farnir eru
að sjá barnabörn sín, og var hárið þeirra
töluvert farið að litast upp, svo sem oft
vill verða með aldrinum.
í'að má nærii geta, að Sigga og Laugi
muni hafa hlakkað til. Nú fengu þau að
fara í sparifötin sín, sem aldrei voru snert,
nema þegar þau fóru til kirkju, og allir
vita, hvað börn verða upp með sér, þegar
þau eru komin í sparifötin. Sigga litia var
á rauðum kjól, rneð bláröndótta axlasvuntu,
en Laugi í dökkbláum brókum, er náðu
niður fyrir hnéð, og samlitri treyju með
ljómandi kraga og þremur hvítum leggingum
á kraganum. Laugi kvaðst ætla að verða
kóngur, þegar hann væri orðinn stór, væri
hann spurður að því, hvaða atvinnu hann
ætlaði að reka, þegar að því kæmi. Reyndar
hafði Laugi nokkuð óljósa hugmynd unt
konunga, en svo mikið mátti þó ráða af
orðum hans, að það væri inaður, sem hefði
nóg af sykri, rúsínum og öðru góðgæti,
ætti ósköpin öll af barnagullum og mætti
alt af vera að leika sér. Sigga litJa hugsaði
ekki nándar nærri jafn hátt. Hún lét sér
lynda, ef hún gæti orðið prestskona með
tímanum, ætti fallegt sjal og silkisvuntu
og sæti fremst í insta stól norðan megin
í kirkjunni, eins og hún Björg maddama í
Bæ, sem Sigga litla hafði séð nokkrpm
sinnum, þá er hún hafði fengið að fara til
kirkjunnar.
í>að segir sig sjáift, að þau Sigga og
Laugi þurftu að hafa föruneyti í þá hátíð-
legu för, er þau áttu fyrir höndum. Þau
gátu ekki komið tvö ein, heldur urðu þau
að hafa líkan sið og höfðingjarnir fyrri daga,
er aldrei riðu við minna en tólfta mann.
Reyndar létu þau sér nægja, að pabbi og
mamma væru með; en í augum þeirra Siggu
og Lauga voru pabbi og mamma líka á
við að minsta kosti tíu rnenn aðra hvort
fyrir sig. En er til átti að taka, virtist
fylgdarlið þeirra systkina af öðrum ástæðum..
I?ví pabbi varð að reiða Lauga fyrir framnn
sig, en teymdi undir Siggu, sem girt var á
þýðgenga hryssu, sem Brunka hét, en sjálf
hélt Sigga í herðatoppinn alla leið.
Það var komið fram i júnímánuð, annar
laugardagur eftir fardaga, því pabbi vildi
nota sunnudaginn tii að fara aðra leiðina.
Yar lagt af stað um dagmál í allra blíðasta
veðri, logni og heiðríkju, og stóð reykurinn
upp í loftið á hverjum bæ, er fram hjá-
var farið. Margt nýstárlegt var að sjá á
leiðinni. Fyrst og fremst var Grettistakið
mikla neðan undir Tröllakambi, þrír faðmar
á hvern veg, og runnu tvær grímur á Lauga
með að haida áfram að keppa eftir kóngs-
tigninni, ætti hann í þess stað að fá afl á
við Grettir Asmundsson, og geta lyft siiku
heljarbjargi. — Næst.a furðuverkið var foss-
inn Syngjandi. Hann var ekki afar vatns-
mikill, en þess fegri. Steyptist hann ofan
af fjallinu og kom hvergi við, fyr en niðri
á slóttiendi. Kastaðist fossinn svo langt
fram yflr sig, að ganga mátti undir honum
inn við bergið. Pabbi og mamma' fóru af
baki við fossinn og áðu hestunurn, sem
fóru að bíta í verinu sunnan undir fossinum.
I3au Sigga og Laugi störðu forviða á fossinnr
og höfðu þau aidrei áður séð slíkt furðuverk.
Þarna féll vatnið ofan í sífeilu með svo-