Æskan - 31.12.1902, Blaðsíða 2
Ö2
ÆSK AN.
mynd sinni, gerðu þeir ekki annað en hæðast
og hlæja að honum, og flestir álitu, að
hann væri brjálaður, að láta sér detta slíka
fjarstæðu í hug. En hann sinti því ekki,
dg svo fór, að hætt var að hæðast að hon-
um, þegar rnenn sáu, hve vel tilraunir hans
hepnuðust. Árið 1803 gerði hann fyrstu
tilraunina og notaði til þess dálítinn bát;
en fjórum árum síðar reyndi hann að knýja
stórt skip áfram með gufuafli, og tókst
ágætlega. Var þá brátt farið að byggja
gufuskip víðs vegar um heim. Fyrsta gufu-
skipið, sem fór milli Ameríku og Englands
árið 1819, var 26 daga á leiðinni. Nú
hefir gufuvélin tekið svo miklum framförum
og lagið á skipunum breyzt svo mikið síðan,
að gufuskipin þurfa ekki nema 5 — 6 sólar-
hringa til að fara þessa sömu leið.
Gufuskipið, sem þér sjáið á myndinni,
er eitt af hinum minni, og eru þau venju-
lega ekki kölluð gufuskip, heldur gufubátar.
í hugsunarleysi.
„Jæja, börnin mín góð; eg Yeit, að ykk-
ur þykir vænt um pabba ykkar og að þið
gerið ekki viljandi það sem honum mislík-
ar. En þið hafið öll gert ýmislegt i hugs-
unarleysi, sem honum hefir fallið mjög þungt.
Eruð þið ekki öll hrygg yfir því?“
„Jú, jú, amma,“ svöruðu öll börnin sem
með einum rómi.
„Nú, jæja, fyrst þið iðrist þess, skal eg
segja ykkur skemtilega sögu.“
Börnin höfðu auðvitað ekkert á móti því,
og tóku nú vel eftir, á meðan amma var
að segja þeim söguna.
„Þegar eg var dálitil stelpa, átti eg heima
í fangelsi; eg fæddist í fangelsi, því að fað-
ir minn var fangavörður. Það var skugga-
legt hús og háir múrveggir hringinn í kring
um það; en okkur börnunum þótti vænt
hverju um annað, og vorum við því glöð
og ánægð. Fangelsið var lítið, og hafði
faðir minn alla umsjón með því. Eg gekk
í skóla, og man eg, að eg átti oft erfitt-
með lexíur minar. Oft varð eg að biðja
Nellie Henderson að hjálpa mér; en hún
var duglegasta stúlkan í skólanum og bezta
vinstúlka mín. Einn dag átti eg að reikna
mjög erfitt margföldunavdæmi; eg gerði það
sem eg gat, til að reikna það rétt, en alt.
af varð það rangt. Á þeim tímum var
okkur refsað stranglega, ef við kunnum
ekki það sem við áttum að læra, og var
eg því mjög óttaslegin."
„Hvað gerðirðu þá, amina?" spurði Tom
ákafur.
„í angist minni hljóp eg út á leiksvæðið
til Nelliar. Það var rétt áður en kensian
byrjaði. „Æ, hjálpaðu mér með óhræsis-
dæmið, Nellie mín; þá ertu væn,“ sagði eg.
En Nellie leit til mín óhýrum augum og
fór síðan leiðar sinnar; sá eg, að hún var
mjög reið við mig. Eg fór þegar að gráta,.
er eg fékk þessar óvæntu viðtökur, en
skömmu síðar fór eg á eftir henni, og sá
eg þá, hvar hún stóð í hoini einu á leik-
svæðinu og var að tala við allmargar skóia-
systur okkar. Hún var hávær, og heyrði
eg hana segja: „Leikið ykkur ekki fram-
ar við Elísu,“ og þær svöruðu: „Ekki eg,.
ekki eg.“ Eg varð mjög hugsandi út af
því, hvað eg mundi hafa gert, sem verð-
skuldaði svo harða refsingu. Gekk eg til