Æskan - 31.12.1902, Page 4
24
ÆSKAN.
þótt eg hefði hjálpað einstæðings fanga. Sá
eg stór tár renna niður kinnar hans. Eg
leiddi hann út úr klefanum, setti slá fyrir
dyrnar og fylgdi honum svo út í leynigang
einn. Þar var kolniða myrkur, og var eg
hálfhrædd að vera þar einsömul með þess-
um manni. En hann tók vingjarnlega í
höud mér, og svo þreifuðum við fyrir okkur
í myrk*:nu. Eg hafði farið þessa leið áður
með föður mínum, og vissi eg, að göngin
láu að litlum dyrum. Faðir minn hafði
sagt mér, að áður fyr hefði verið venja að
fava þessa leið út með þá fanga, sem átti
að lífláta. Pegar við komum að dyrunum,
fékk eg fanganum lykilinn, en sagði honum
að bíða og fara ekki út, fyr en dimt væri
orðið, því að þá mundi hann betur geta
komist undan. Síðan fór eg til baka sömu
leið. Undarlegt var það, að allan þennan
tíma kom mér það ekki eitt augnablik í
hug að þetta væri neitt voðalega rangt og
gæti bakað föður mínum mikil óþægindi.
Hugur minn dvaldi allur við reikningsdæm-
ið og refsinguna, sem eg átti vísa, ef það
yrði ekki rétt.
Þegar eg kom aftur, var miðdegisverður-
inn ekki alveg til búinn, en eg hafði enga
þolinmæði til að bíða eftir honum, fékk
mér því að eins brauðbita, og hijóp svo til
Nelliar. Hitti eg hana eina í eldhúsinu.
„Eghefi hleypt föður þínum út úr fang-
elsinu, Nellie. Viltu nú ekki hjálpa mér
með dæmið?“
„Ó, það var vel gert; eg skal gera alt
fyrir þig,“ sagði hún.
Við sátum nú þarna báöar miðdegismatar-
lausar yfir dæminu, sem eg hafði borið svo
mikla áhyggju út af. Töiurnar, sem höfðu
verið mér svo erfiðar, voru svo sem ekkert
fyrir Nellie, og eftir fjórðung stundar vorum
við búnar. En hvað eg var glöð! Siðan*
leiddumst við út úr húsinu.
„Bíddu við, eg ætla að segja mömran
frá því,“ hvislaði Nellie.
„Nei, segðu henni það ekki strax; liarm
kemur heim, þegar dimt erorðið,11 anzaðieg.
Hún lagði báðar hendur um háls mér,.
og eg var svo sæl, af því eg vissi, að nú
var hún ánægð. Klukkan 5, áður en reikn-
ingskenslan byrjaði, kom faðir minn inn
í skólann. Hann var óttalega strangur að
sjá og talaði nokkur orð við kennarann og
síðan var kallað á mig út úr kenslustof-
unni. Þegar við komum út í ganginn, tók
faðir minn í handlegginn á mér og spurði
hörkulega: „ Var Henderson í fangaklefanum
sínum, þegar þú færðir honum grautinn?“
„Já,“ svaraði eg stamandi.
„Sástu, hvort hann var inni, þegar þú
lokaðir dyrunum aftur?“
Eg þoldi þetta ekki lengur. Eins og ljósi
væri brugðið upp fyrir mér, sá eg nú alt
i einu, hversu rangt eg hafði gert. Eg
fleygði méi’ í faðm hans og fór að gráta,
Þá blíðkaðist hann strax og strauk vin-
gjarnlega hendinni um höfuð mér. „Hvað
er að þér, barnið mitt?“ spurði hann blíð-
lega.
„Nellie var svo hrygg, og mér þótti svo
vænt um hana, og eg hleypti honum út,
af því að hann sagði að sig langaði til að
sjá konuna sína, áður en hún dæi,“ sagði
eg snöktandi.
„Ó, barnið mitt, veiztu, hvað þú hefir
gert,?“ mælti hann, og sá eg, að honum
féll þetta afar þungt.
„Eg—eg—hugs—aði, að þú gætir gert
það gott aftur, því mér þykir svo væntum þig. “