Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 31.12.1902, Qupperneq 5

Æskan - 31.12.1902, Qupperneq 5
ÆSKAN. 25 „Það er alveg voðalegt, sem þú hefir gert; en þú gerðir það ekki af iilum hvöt- um. Aumingja skógarvörðurinn er dáinn, og nú hefir morðinginn komisfc undan. Eg fyrii'gef þér.“ Alla nóttina lá eg með svo sárum ekka, að mér fanst sem brjóst mitt ætlaði að springa. Eg hafði bakað elsku föðui' min- um sorg. Um kvöldið og alla nóttina var mannsöfnuður úti að leita að fanganuin. Hann hafði komið heim til sín og talað við konu sína, sem lá fyrir dauðanum. En eftir það vissi enginn neitt um hann. í þrjá daga og þrjár nætur var hans leitað, og ioks fanst hann, þar sem hann sat efst uppi i tré einu, hór um bil hálfá mílu frá fangelsinu. Hann hafði setið þar nærri ali- an tímann og var hálfdauður úr hungri og kulda. “ „Og hvað var gert við hann?“ spurði Tom. „Dómararnir álitu það ósannað, að hann hefði drepið skógarvörðinn, og var hann þvi ekki dæmdur sem morðingi, heldur dæmdur í 12 mánaða fangelsisvist. Þegar hann kom út aftur, var hann orðinn allur annar maður. Hann yfirgaf sína fyrri fé- laga, hætti a.ð skjóta í óleyfi, hætti að drekka og gerði alt, sem í hans valdi stóð, til að gera vandamerm sína ánægða og hamingju- sama. Verkið, sem eg hafði unnið i hugs- unarleysi, bakaði föður mínurn og fleirum inikil óþægindi; en eg hugga mig við það enn í dag, sem veslings fanginn sagði oft síðar, að það hafi verið vingjarnleg fram- koma mín gagnvart honum, þegar dimmast var í kringum hann, sem innrætti honum þann ásetning að verða nýr og betri maður. “ „Alkohol*1 fyrir rétti, Rétturinn er settur. Yfirdómarinn og meðdómendurnir hafa fcekið sér sæfc.i á dómarastólunum, íklæddir síðum svörfcum dómarakápum. „Alkohol," mesti glæpamaður í heimi er færður inn og settur á sakamannabekkinn. Svo byijar léttarathöfnin. Yfirdómarinn spyr málaflutningsmanninn:: „Fyrir hvað er þessi herra kærður?“ Málaflutningsmaðurinn: „Hann er ákærð- fyrir ótölulegan fjölda aíbrota, og munu’ vottar þeir, sem sfcefnt hefir verið, bera vitni um það. Leyfist mér að leiða vottana fram?“ Yfirdómarinn: „Já, látum oss heyra,. hvað þeir segja um hinn ákærða. “ Vottarnir eru kallaðir fram, hver á fætur öðrum, og þeir nema staðar í vottastólnum á meðan þeir gefa skýrslur sínar, sem þeir síðar staðfesta með eiði. Vér höfum skrifað upp vitnisburði þeirra og setium þá hér. 1. vottur: „Eg sá „Alkohol11 slást og gera upphlaup á strætum borgarinnar. Hann var svo ólmur, að lögreglan átti fult í fangi með að halda honum. Dað varð að byggja fangelsi til að loka hann inni, og fátækrahús til að sjá fyrir fjöiskyldunni,. og þetta vaið þjóðin alt að borga.“ 2. vottur: „Eg sá fangann st.ela frá góð- um manni sjálfsáliti hans og lífsstefnu, hann tók af honum fötin og skildi hann eftir í aumkunarverðustu tötrum; hann tók heilbrigði hans og vit. Áður en „Al- kohol“ liitti hann, var hann saklaus, áreiðan- legur og fríður sýnum; nú er hanu verri en villidýr. “ 3. vottur: „Eg hefi oft séð „Alkohol"

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.