Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 31.12.1902, Qupperneq 7

Æskan - 31.12.1902, Qupperneq 7
Æ SK AN. 27 „Jú, barnið mitt. gott; það er það Ijót- asta, sem maður getur gert.“ „Er hún mamma að gráta af því stund- um, þegar hún vill ekki segja, af hverju hún sé að gráta?" Faðirinn tók höndum fyrir augu sér og svaraði lágt: „Já.“ „En gerðu það nú aldrei oftar, góði pabbi; mamma er svo væn. Pabbi, þú mátt ekki vera drykkjumaður lengur." Karen litla horfði biðjandi augum á föð- ur sinn, um leið og hún sagði þetta. Hann tók hana í faðm sér og fól andlit. sitt við brjóst hennar. „Pabbi, lofaðu mér nú því, að þú skulir aldrei gera það oftar.“ „Já, barnið mitt. Með guðs hjálp skal eg nú aldrei smakka einn einasta dropa af áfengi framar. Guð blessi þig, barnið mitt, fyrir það, að þú hefir bjai'gað föður þinum.“ Og hann hélt dyggilega heit sitt. Hugaður og ráðvandur. Fyrir meira en 200 árum var lítill dreng- ur, sem hét Mikal, og átti heima á Hol- landi. Hann hafði ákafa löngun til að verða sjómaður, og loks fékk hann þá ósk sina uppfylta og réðst á skip eitt, sem átti að sigla til Marokko á norðurströnd Afi'íku. Eigandi skipsins var kaupmaður, sem sendi með því ýmsa vefnaðarvöru og seldi hana landsmönnum í Marokko. Mikal var trúr og iðinn, og ávann sér því traust húsbónda síns, svo að hann mat liann mest alli'a þjóna sinna. Einu sinni, þegar skipið átti að leggja af stað til Marokko, varð kaupmaðurinn- veikur, svo að hann gat ekki farið nxeð' því. Fá lét hann kalla Mikal til sin og fól honum að fara fyrir sig og selja vörurnar.. Þegar hann kom til Marokko, fór harm* til höfuðborgarinnar og bauð vörur sínar þar á torginu. Einn dag kom höfðingii Marokko-búa, Beyinn, sem hann er kallað- ur, og spurði, hvað klæðið kostaði. Mikal sagði honum það. Beyinn bauðst til að' kaupa það fyrir hálfvirði, en meira vildi hann ekki gefa fyrir það. „Nei,“ svaraði Mikal; „eg sel það ekkv dýrara, en húsbóndi minn hefir sagt mér að gera. Eg er þjónn hans og má því eigi breyta verðinu." Beyinn varð reiður, og þeir, sem hjá. stóðu og vissu, hvað strangur hann var,. urðu mjög óttaslegnir, því að þeir gengu að því vísu, að hann mundi láta Jífláta Mikal, ef hann gerði ekki, eins og liann vildi. „Þér skuluð fá frest til morguns, til að hugsa yður um,“ mælti Beyinn fokvondur og gekk snúðugt burt. Menn báðu nú Mikal að slaka til, svo að' liann yrði ekki drepinn; en hann svaraði: „Eg eríguðs hendi. Sá, sem ekki er trúr yfir litlu, hvenxig ætti hann að vera trúr yfir því, sem meii'a er í varið? Ef tiús- bóndi minn misti einn einasta eyri mín vegna, þá væri eg ekki trúr þjónn.“ Morguninn eftir kom Beyinn aftur. Auk þjónanna, sem alt af fylgdu honum, liafði hann nú lika böðul með sér. Beyinn spurði hins sama sem daginn áð- ur, og fékk sanxa svar. „Taktu Jíí mitt, ef þú vi)t,“ bætti Mikal

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.