Æskan

Árgangur

Æskan - 21.02.1903, Blaðsíða 2

Æskan - 21.02.1903, Blaðsíða 2
38 ÆSKAN. Svo var haldin yfir þeim önnur áminn- ingairæða að skiinaði, og brýnt fyrir þeim að búa sig nú vel undir merkisdaginn, sem fyrir hendi var. Það fór hrollur um Mettu í Mýrinni, þegar hún var mint á þennan dag og yfirheyrsl- una, sem þá átti fram að fara og sem hún kveið svo mjög fyrir. Loksins urðu þau ferðbúin og fóru út um eldhúsdyrnar í röð hvert á eftir öðru. Metta kom allra síðust og út af fyrir sig. Hún var lítil, mögur og veikluleg, og undarlega uppburðalaus og feimin. Hárið var úfið og óræktarlegt, andlitsliturinn gul- grár með brúnum freknum. Augun voru stór og starandi, eins og í sóttveikum manni. Kjólpilsið hennar, sem var alt of sítt og leit út fyrir að vera orðið mjög fornfálegt, flæktist stöðugt fyrir fótum henni, þar sem hún staulaðist áfram í aurnum á götunni, og bar pilsið þess sýnilegar menjar, að hún hafði oft stigið í það. Við og við staldraði hún dálítið við. og hóstaði svo að hún ætlaði varla að ná andanum. Þannig gekk hún nú, einsömul og ein- mana, þögul og lítilsvirt, og þannig hafði hún gengið öll þau sjö iöngu ár, sem hún hafði verið í skólanum. Hún skifti sér annars ekki af neinum, og einginn skifti sér af henni. Hún var hrædd og feimin og fór einförum. Á upp- vaxtarárunum hafði hún oft.ast verið veik og aumingjaleg, og blá undanrenna, kart- öflur og léiegt feitmeþi hafði ekki verið til þess lagað að auka henni mótstöðukraft gegn veikindunum. Og nú dióst hún upp úr magnaðri brjóstveiki. Metta átti heima uti á Ruderdals mýrar- flákunum, hinum megin við Emmerups hæðirnar. Á sumrin var varla unt að aðgreina smáhreysin, sem voru þar svo mörg, frá móhraukunum, sem voru þó enn fleiri og út um alla mýrina. Hvert sem litið var, var enga fegurð að sjá. En á veturna, þegar snjórinn lá bjartur og skínandi yfir þessu eyðilega landflæmi, þá komu kofarnir fram sem skuggamyndir á hvítu tjaldi, reykjarstrókarnir stóðu upp í loftið, gengu i léttum bylgjum og hurfu síðast upp í skýin, sem héngu yfir mýrinni. Þá virust Mettu þetta vera inndælasti staður á jarð- ríki. Kofinn hennar litli varð þá í hennar augum eins og ijómandi höll í æfintýraiandi, og hún fann, hve mjög hún elskaði þetta litla heimili sitt. En þar átti hún líka sín dýrustu auðæfi ájörðunni: foreldra sína og systkini. Faðirinn var stór og lotinn verkmaður. Handleggirnir, sem voru orðnir kengbognir af striti, virtust alt of langir, og hendui'nar voru sem breiðar skóflur, harðar, skorpnar og oítast alþaktar af gapandi sprungum. Hann hafði skegg sein villimaður og var eigi ósvipaður stóru bjarndýri; en taminn var hann, og á hverjum degi erfiðaði hann samvizkusamlega frá morgni til kvölds fyrir sér og sínum. Móðirin var sí-þreytt, kinnfiskasogin og veikluleg, og í samanburði við mann hennar var hún sem barn. Börnunum svipaði öll- uin til Mettu. Þau voru föl og freknótt, Jjóshærð og sló á hárið rauðleitum blæ, virtust þau fremur líkjast móðurinni, sem var svo veikbygð, en föðurnum. Það kom stundum fyrir, einkum um það leyti, sem hann seldi móinn, að hann drakk nokkuð

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.