Æskan - 21.02.1903, Blaðsíða 6
42
ÆSKAN.
Sydney, pu barið sig og farið ver raeð sig,
en þótt hann hefði verið svertingi. í’ess
vegna hafði strákhnokkinn strokið, og af
•ótta fyrir því, að Dikk kynni að finna sig,
•ef hann færi vanalega leið, hafði hann farið
'þvert yfir sléttuna til að leita að vatns-
pyttinum, sem við vorum þá hjá. Mér er
óldungis óskiljanlegt, hvernig hann hefir
getað komist gangandi þann óraveg í slíkum
þurki. Það hlýtur að hafa verið þrek hans,
:sem hélt honum uppi; því að þrekmikill
"var hann.
Nú, þegar hann hafði nú svalað þorstanum
og fengið dálítinn matarbita, sagði hann
alla söguna. Heldur kvaðst hann viija deyja,
•en fara aftur til foruga Dikks; bað hann
mig um að lofa sér að vera hjá mér og
: sagðist skyldi vinna fyrir mig og vera góður
■drengur, ef eg vildi frelsa hann frá Dikk.
Hann bað svo inniiega og sagði svo margar
sögur um það, hvernig þessi gamli þorpari
hefði farið með sig, að eg lét loks til leiðast,
•og sagði, að hann mætti vera hjá mér.
fegar húsbóndi minn frétti þetta, hafði hann
■ekkert á móti því, en sagði að eins: „Mundu
eftir því, Tom, að þú ábyrgist drenginn.
Þessir Sydney-strákar eru til í alt mögu-
legt. “
Mikk sýndi þó ekki af sér neina iöngun
til að fremja strákapör; hann var eins góður
og hann hafði iofað. Auk þess var mjög
gaman að honum; hann var síglaður og
: syngjandi, eins og kanarífugl. Félagar mínir
'höfðu mestu skemtun afhonum,ogað því
•er mig snert.i, hefði mér ekki þótt vænna
um hann, þó hann hefði verið sonur minn.
Alt gekk vel og friðsamlega hálfsmánaðar
tíma, þangað til sunnudag einn, síðari hluta
■ dags. Við höfðum allir lagt okkur í legu-
bekkjunum inni i kofanum; þá heyrðist alt
í einu ruddalegur málrómur úti fyrir, og
Mikk kom til mín fölur og skjálfandi eins
og hrísla.
„Góðan daginn, félagar,“ mælti kómu-
maður og staðnæmdist i dyrunum. Eg
hefl heyrt, að drengur, sem strauk frá mér,
sé hér hjá ykkur."
Félagar mínir litu til mín og eg reis upp
í legubekknum til að svara gestinum.
„Góðan daginn, Dikk,“ sagði eg. „Jú,
hér er drengur, sem segist hafa hlaupið
burt frá þér, af því þú haflr barið hann svo.,
mikið; og hann langar ekkert til að fára
til þín aftur. “
„Nú, þú erf hér, “ mælti þessi stóri, svíns-
legi þorpari, skre.ið inn í kofann og horfði
illilega á Mikk. „Komdu bara hérna út,
og svo skal eg lemja úr þér líftóruna með
þessu.“ Hann hafði í hendinni gamalt
hjarðmannakeyri.
„Hægt og hægt, kunningi," mælti eg.
„Þessi drengur á heima hjá mér, og þú fær
hann ekki, nema hann vilji fara sjálfur. “
„Eg þarf á drengnum að halda,“ anzaðj
hann, „og eg á hann, því eg fékk hann á
frjálsan og ieyfilegan hátt hjá móður hans
í Sydney. Fimm bankaseðla varð eg að
borga fyrir hann, og eg iofaði að sjá um
hann og koma honum til manns. Komdu
út, Mikk! “
Hinir tóku nú í sama strenginn og sögðu,
að ef maðurinn ætti drenginn, þá hefði eg
engan rétt til að halda honum. Dikk var
alt af að stagast á, hvað sér kæmi það illa
að missa drenginn að eins fyrir það að hann
hefði slegið dálítið í hann stöku sinnum.
Eg litaðist um eftir Mikk. Hann stóð
og starði stöðugt á fyrverandi húsbónda