Æskan

Árgangur

Æskan - 21.02.1903, Blaðsíða 8

Æskan - 21.02.1903, Blaðsíða 8
44 ÆSKAN. að eins vakað hjá honum. Mennirnir þurk- uðu sér við og við um augun með handar- hakinu. Alt i einu opnaði hann augun og litaðist um. „Tom,“ sagði hann í hálfum hljóðum og með veikri rödd; „ert þú hérna?“ „Já, eg er hérna, aumingja drengurinn minn.“ „Heldurðu ekki, að eg deyi bráðum?" Eg gat ekki svarað. „Það gerir ekkert til, Tom. Þú mátt ekki gráta svona!“ Nú kom húsbóndi minn og fór að spyrja Mikk, hvort hann hefði lært nokkur trúar- brögð. „Eg skil ekki almennilega, hvað þér eigið við, herra,“ mælti hann. „Tom frelsaði mig frá Dikk, og svo gat eg ekki horft á það, að kýrin stangaði hann til bana.“ Dauðaþögn var inni í kofanum. Ljósið á lampanum blossaði upp, og sást þá vel andlit allra, sem inni voru. Mikk hafði haldið um hönd mína, en nú sneri hann sér ofurlítið að mér. „Kystu mig, Tom,“ hvislaði hann. „Mamma var alt af vön — áður — áður en hún fór að drekka. *----- Eg laut niður að honum. Blóðrásin byrjaði aftur, og alt var úti. — — „Tom,“ sagði húsbóndi minn og þrýsti hönd mína; „eg held, að Mikk fái að komast í himnaríki." fað held eg líka; ekki satt, félagi? — En, bíðum við, var þetta ekki keyrisþytur? Nú kemur hjörðin frá Skeleton •Creek; þá verðum við að fara að reka saman skepnurnar.“ Draumur, [Eftir K. P. Rosegger.] Mig dreymdi eina nótt þennan draum: Hinn eilífi dómari sat á dómstólnum, og stórmenni veraldarinnar gengu fram hjá. Guð sagði við Móses: „Hvað hefir þú gefið þinni þjóð?“ „Lögmálið.“ „Hverjar urðu afleiðingarnar?" „Syndin." Þá spurði hann Karl mikla: „Hvað hefir þú gefið Jinni þjóð?“ „Altarið.“ „Hverjar urðu afleiðingamar?“ „Bálið.“ Því næst spurði hann Napóleon fyrsta: „Ilvað hefir ]>ú gefið þinni þjóð?“ „Heiður.“ „Hverjar urðu afleiðingarnar?" „Ódáðaverk." Pannig spurði hann marga, og allir kvört- uðu yfir því, að íólkið hefði ekki kunnað að hagnýta sér gjafirnar. Loks spurði hann son sinn: „Sonur rninn elskulegur, hvað hefir þú gefið mönnunum?" „Frið.“ „Hvernig hafa þeir hagnýtt sér hann?“ Kristur svaraði ekki. Hann huldi ásjónu sína með höndunum gegnumstungnum og grét. Gleymið ckki að borga „Æskuna.“ Afgreiðsla blaðsins er í Vesturýitu 21. Aldar-pfcnfcmiðja. Pappírmn fr& J6ni ÓlafaByni.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.