Æskan - 21.02.1903, Blaðsíða 7
ÆSKAN.
43
sinn. Þegar eg ætlaði^'að taka til máls
og svara, greip hann um hönd mína og
hvíslaði: „Sleptu|mér ekki, Tom! Hjálpaðu
mér!“ fað var engin hætta á því, að eg
mundi sleppa honum, því að nú var íarið
að síga í mig.
„Heyrðu, Dikk,“ sagði eg; „það þýðir
ekkert að vera að þvæla um þetta. Þú
fær ekki drenginn. En ef þú vilt slást um
hann, þá skulum við koma út og byrja.“
Petta fanst hinum vei boðið. Við geng-
um út í forsæluna, og svo tókum við til.
Dikk var nokkuð þyngri en eg, en eg var
harðhentari en hann, og eftir nokkrar at-
rennur hafði hann fengið nóg. Þetta var
allra snotrasti hnefaleikur, og eg fékk líka
þó nokkur dugleg högg. Þegar nú þessu
var lokið, fékk Dikk tebolia og mat og reið
síðan burt nöldrandi. Hann gat auðvitað
ekki annað sagt, en að hann hefði fengið
heiðarlega meðferð.
Eftir þetta var Mikk mér fylgispakur eins
og hundur. Alt, sem eg bað hann um,
var hann strax fús til að gera, eða i öllu
falli reyna að gera það, og svo var hann
svo skemtilegur og laginn með alt, svo að
hans líki fanst ekki þar um slóðir. Já,
hann hefði getað orðið fyrirtaks-maður; en
það átti nú ekki að verða.
Einn dag vorum við að aðskilja hjörðina
inni á aígirtu svæði. Fénaðurinn var spakur,
og við vorum því með öllu óhultir. Mikk
var ötulastur okkar allra, eins og vant var;
alt af var hann við höndina, þar sem eitt-
hvað var að gera. Nokkur hluti af hjörð-
inni var einmitt að komast út um hlið eitt
á girðingunni, og var eg þar rétt á eftir
til að herða á dýrunum. Mér kom ekki til
hugar, að nein hætta væri á ferðum; en
alt í einu, áður en nokkur vissi af því, hafði'
gömul kýr ein snúið við og kom beint á
móti mér. Fetta kom svo ÓYart, eg var
alveg óviðbúinn, og áður en eg gæti áttað
mig, hafði hún skorðað mig í einu horninu-
á girðingunni. Til allrar hamingju fyrir
mig var kýrin mjög stórhyrnd, og hatði húm
skorðað rnig milli horna sér. Fú getur
getið því nærri, að þetta var alt annað en.
þægilegt augnablik fyrir mig, að vera þarna
fastur og finna andann úr nösum dýrsins
og sjá augnaráð þess hvíla á mér. En þetta
skifti engum togum; hún slepti mér brátt
aftur, en eg vissi vel, að þá mundi húm
strax reka hornin í síðuna á mér. En eg
veit ekki, hvernig Mikk fór að því; en liann.
hafði t.ekið í halann á luínni og sparkaði
í hana af öllum kröftum. Þá slepti hún
mér, eins og eg sagði, og sneri sér gegn
honum hálfu verri en áður.
Eg get ekki á það minst, án þess að
finna til sama hryllingsins, sem gagntók
mig, þegar það skeði. Yið flýttum okkur
að hjálpa honum, en komum þó of seint.
Þegar við lyftum honum upp, var hann
meðvitundarlaus, og blóðið lagaði úr sári
á brjóstinu á honum.
Hann dó þó ekki fyr en að nokkrum
klukkustundum liðnum, ogermér óskiljan-
legt, hvernig hann gat iifað svo lengi. Hann
var lagður inn í legubekkinn minn, og cg
lá á hnjánum fyrir framan hann. Allir
höfðu safnast. saman í kofanum, og húsbóndi
minn líka. Það var komin nótt, og varð
stöðugt að vera að gera að olíulampanum,
svo hann gæti gefið dálitla glætu. Við gátum
því miður ekki hjálpað drengnum neitt;
það hefði ekki verið til annars en að kveija
hann að hreyfa hann neitt. Við gátum