Æskan

Árgangur

Æskan - 21.02.1903, Blaðsíða 5

Æskan - 21.02.1903, Blaðsíða 5
ÆSKAN. 41 peninga sína og heilsu raeð því að neyta ekki áfengis. í ritum Franklíns eru ýmsar setningar, sem gott, er að hafa hugfastar, þar á meðal þessar: „Varaðu þig á smá-útgjöldunum; lítiðleka- gat getur sökt stóru skipi." „Iðjusemin or móðir hamingjunnar." „Sá sem tekur lán mun íklæðast smán.“ Um bindindið sagði hann meðal annars: „Bindindið leggur eldivið í ofninn, kjöt í tunnuna, mjöl í krukkuna, peninga í budd- una, eykur traust í landinu, ánægju i hús- inu, veitir klæðiá kroppinn, kraftí vöðvana.“ Mikk. [Smásaga eftir C. A. F. i Queensland.] „Jú, alveg rétt; venjulega eru þeir allra mestu þorparar, þessir kaupstaðar-strákar. En þó er líka ekki svo lítið varið í suma þeirra. “ Maðurinn, sem sagði þetta, var ástralskur hirðir. Hafði hann hitt annan stóttar- bróður sinn, og höfðu þeir stöðvað hesta sína í forsælunni undir trjám nokkrum. Eigi höfðu þeir þó farið af baki, heldur sátu makindalega í hnökkunum með keyrin á handleggnum, og voru þau svo löng, að endarnir námu við jörðu. Hestarnir stóðu ólundarlegir, hengdu höfuðin, bitu við og við í grasið og veifuðu töglunum til að fæla burt flugurnar. Fram undan þeim lá láglendið, þar sem þeir beittu hjörðum sínum, stór falleg slétta með nokkrum trjám á víð og dreif. Hjörðin, sem hirðarnir höfðu verið að safna saman, stóð í hóp í skugg- apum undir trjánum og horfði á þá. Yfir öllu hvildi þessi kyrð, sem einkennir hádegis- stundirnar á sumrin i Queensland [frb.: Kvínsland=land drotningarinnar]. Nokkrir fuglar, sem sátu á trjágreinunum, er héngu út yfir vatnspytt þar rétt hjá, görguðu hátt, og hagræddu sér svo aftur til að halda áfram miðdegissvefninum; þeir höfðu vaknað við baulið í kúnum og þyt.inn af keyrunum. „Já,“ endurtók hirðirinn og nuddaði uni leið milli lófa sór tóbakið, sem hann hafðt tekið upp til að láta í pípuna sína; „það' eru þó sumir af þeim, sem eru áreiðanlegir. Einu sinni hafði eg dreng, Mikk; hann var —en það er vist betra, að eg segi söguna,. eins og hún gekk til. Nú í sumar eru fjögur ár síðan. Eg hafði þá atvinnu suður í Boondella. Þar er slétt- lendi mikið, varla nokkur skuggi fyrir skepn- urnar og mjög hart á með vatn, þegar þurviðrasamt er á sumrin. Svo bar það- við einn dag — eg var nýkominn lieim í kofa minn, hafði verið á reið í kringum hjörðina síðan í dögun um morguninn, og ætlaði nú að fara að hita ketilinn — þá kom skuggi í dyrnar. Eg leit upp og sá,. að í dyrunum stóð drengur, svo tötralegur og aumingjalegur, sem framast má verða.. „Hvað þá!“ segi eg, „hver ert þú og hvað■ vilt þú?“ Hann gat ekki almennilega talað, en benti á munninn; gekk eg þá til hans. og varð þess brátt vísari, að drengsnáðinn var alveg að deyja úr þorsta. Tungan var hörð og þrútin og munnurinn þur. Þegar hann fór að hressast, sagði hann' mér, að hann héti Mikk, og að hann forugi Dikk lestamaður væri húsbóndi sinn, en Dikk hafðist þá við meira en 15 mílur þaðan, sem eg var. Kvað hann foruga Dikk eiga sig, hefði hann keypt sig af móður sinni í

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.