Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 30.04.1903, Qupperneq 3

Æskan - 30.04.1903, Qupperneq 3
ÆSKAN, 55 mjallahvítum flugfjððrunum, og féll á skipið, þar sem konungur sat. Dropinn sat þar fastur og þyngdi skipið sem þúsund vættir íif blýi, svo það féll með feikilegum hraða niður á jörðina. Hinir sterku vængir arn- anna brotnuðu, stormurinn lék um höfuð konungsins, og skýin hringinn í kring, sem höfðu myndast úr reyknum frá borgunum, •er hann hafði brent, breyttust í ógnandi verur, ýmist sem ægilega stórir krabbar, •er teygðu út eftir honum stórar og sterkar klærnar, eða sem veltandi björg eða eld- fnæsandi drekar. Hálfdauður lá konungur i skipinu, þangað til það loksins nam staðar ■og hékk á trjágreinunum í skógi einum. „Eg vil sigra guð,“ mælti konungur; „eg hefi svarið það, og vilja mínum skal verða íramgengt.“ Nú lét hann í samfleytt sjö ;ár smíða skipaflota til að sigla með um Joftið, og skeyti úr harðasta stáli, því hann .ætlaði sér að sprengja festingu himinsins. •Síðan lét hann safna saman ógrynni liðs frá öllum þeim löndum, er hann átti yflr -að ráða, og var herirrn svo mikill, að hann náði yflr margra mílna landflæmi, þegar mönnum var skipað í fylkingar. Steig nú herinn á skipin, en í sama biii sem kon- ungur ætlaði að stíga á skipsfjöl, sendi guð mýflugnahóp, að eins öriítinn mýflugnahóp, sem sveimaði kringum konginn og stakk hann í andlit og hendur. Hann brá í bræði sverði sínu, en sló í ioftið; mýflugurnar hitti hann ekki. Þá bauð hann að sækja- dýrmæt teppi, og var hann sveipaður í þeim, svo að engin mýfluga gæti stungið hann. En ein mýflugan settist á insta teppið; skreið hún inn í eyra konungsins og beit hann þar. Bitið brendi hann sem logandi eldur, eitrið læsti sig upp i heila hans, hann reif teppin utan af sér, reif klæði sín og dansaði nakinn fi-ammi fyrir hermönnum sínum; en þeir gerðu nú ekki annað en hæðast að hinum reiða konungi sínum, er ætlaði að hefja herferð gegn guði, en beið strax ósigur fyrir einni einustu smá-mýflugu. -----o«o-o---- Kongssonurinn sem ekki vildi láta þvo sér. [Æfintýri eftir E. Henningsen, með myndum eftir H. N. Hansen*). I. / I blómlegu landi, langt, langt frá íslandi, voru einu sinni í fyi ndinni kongur og drotn- ing, sem áttu sér ofurlítinn son. Það var yndislegur kongssonur, bláeygður og bjart- hærður, og liðaðist hárið í mjúkum lokkum niður um axlir honum. Unnu þau konungur og drotning honum fremur öllum hlutum öðrum, og af landslýðnum naut hann hins mesta ástríkis. Ef mönnum auðnaðist sú ánægja að sjá hann, þótt ekki væri nema álengdar, flýttu þeir sér strax heim til konu sinnar, ef þeir þá áttu konu, og sögðu: „Nú hefi eg séð kongssoninn okkar fagra; ó, hvað hann er sætur!“ Inni i konungshöllinni stóð sminingatelpan litla á bak við eldhúshurðina og gægðist inn um gættina. Aðdáunin skein út úr augum hennar, þegar hún sá inn í svefn- herbergið. I3ar var kongssonurinn að leika sér að sverði, og Ijómaði af því eins og skærasta silfri. Það var líka eðlilegt, því *) í þýðingunni er einstökum atriðum vikið við, til þesB að gera æfiutýrið aðgengilegra fyrir is- lenzk börn.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.