Æskan

Árgangur

Æskan - 30.04.1903, Blaðsíða 5

Æskan - 30.04.1903, Blaðsíða 5
ÆSKAN, 57 að kongurinn og drotningin komu hlaup- andi að. „Hún ætlar iíka að myrða mig,“ grenjaði kongssonurinn og benti á dísina. „Sagði eg þér ekki þetta, hátign?" mælti drotningin óttaslegin. „Það á endilega að myrða son okkar.“ „Þess verður að hefna og það harðlega,“ sagði kongurinn. Svo kallaði hann aftur á tvo þjóna og baúð þeim að taka fasta herbergisþern- una. En í sama bili sveiflaði dísin töfra- sprota sínum, og voru þau þá bæði, hún og kongssonurinn, á svip- stundu horfin, en lítill hvítur grís með svart- an blett á trýninu hljóp um gólfið og rýtti. Það var kongs- sonurinn með svarta nefið; dísin hafði breytt honum í grís. „Hvað varð af henni?“ hljóðaði drotningin upp yfir sig. „Svei, svei, hvaða óþverra-dýr er þetta, sem er að hlaupa þarna um?“ „Já, hvaða kódéri er þetta?“ sagði kong- urinn. „Nú, það er grís. Rekið þið hann út, og sjáið um, að hann komist inn í stíuna sína.“ „Það er eg! Það er eg!“ æpti kongs- sonurinn og reyndi að skríða inn undir rúmið, svo að mennirnir næðu honum ekki. En þeim heyrðist hann ekki segja nema: „Öf, öf, o-í!“ eins og grísir eru vanir að' segja. Loks náði annar þjónninn í aftur- fótinn á grísinum, og svo varð hann að fara nauðugur viijugur, þótt. hann hrópaði: í sífellu: „Eg segi mömmu það! Eg Segi pabba það!“ En þjónninn skildi það ekki, því að kongssonurinn var orðinn að grís, og það' er ekki æfinlega svo hægt að skilja þaö- sem grísir segja. Svo var hann settur inn í svínastíuna hjá hinum grísunum. [Niðurl. næst.] Apinn sem ómögulegt var að drepa. Eftir Henry Drummond. ----- (Eramh.) Þegar þessi tími var hér um bil á enda,. gerðist sá atburður, sem tók nærri út-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.