Æskan

Árgangur

Æskan - 30.04.1903, Blaðsíða 8

Æskan - 30.04.1903, Blaðsíða 8
60 ÆSKAN. ætla eg að reyna það næsta." Og með því hann var hjátrúarfyllri en svo, að hann þyrði að skjóta enn þá einu sinni, fór hann út og ætlaði að hengja apann. En nú fanst •ekki eitt einasta tré á allri eynni. Bóndinn var nú að svipast um allan ■daginn og leita að stað, þar sem hann gæti hengt Luks, en það varð árangurslaust. Um nóttina lá bóndinn vakandi stundum saman og var að hugsa um, hvernig sér væri hægt að hengja apann. Loks þegar komið var undir morgun datt honum það ■snjallræði í hug, að hengja hann á brunn- vindunni. Þegar hann haíði afráðið þetta, klifraði hann upp á brunninn og festi vinduna svo hátt, að hún líktist gálga, og festi því næst reipi um enda hennar. Þar næst tældi hann apann upp á brunn- inn, batt reipið um háls honum, og var nú alt búið út sem bezt mátti verða. Bóndinn hafði heyrt, að þegar hengja :ætti einhvern, yrði að hálsbrjóta hann, með því að láta hann detta snögglega í snörunni, en þar sem hann gat ekki notað þessa aðferð við apann, réð hann af að sálga honum með öðru móti. Hann tók því á öllum kröftum og sló í apann, svo hann rauk í snörunni langt út í loftið. Og þið getið getið nærri, hvað af þessu leiddi. Reipið fór í sundur, þvi það var grautfúið. Luks datt á fjórar fætur og glápti ánægjulega á böðul sinn, svo sem hann hefði ekkert á móti að fara eina loftförina enn. Daginn eftir urðu ærnar og lömbin á eynni að gæta sín sjálf frá morgni tii kvölds. Sat bóndinn úti á engi önnum kafinn í að flétta reipi. Alt í kringum hann lágu hrúg- ur af séfi, sumt laust, en sumt bundið saman. Reyndi hann hverja sefvinduna eftir aðra, en fáar voru svo sterkar, að hann gæti notað þær. Og svo fléttaði hann í gríð, hrukkaði ennið og fjörið glóði í augum hans. í dögun morguninn eftir fór bóndinn með apann út að gamla brunninum enn á ný. Var reipið nú jafndigurt og kyrki- slanga og svo sterkt, að það hefði getað borið fullorðinn fil. Það tók heila klukku- stund að gera gálgann svo úr garði, sem við þurfti. Loks kom hið mikla augnablik. Bóndinn sló nú i apann enn ákafar en daginn áður, svo hann þaut út í loftið. Reipið þoldi reyndar í þetta sinn, en böð- ullinn hafði ekki séð við öðru; reipið og hryndingin voru svo sem vera bar, en böð- ullinn hafði þó ekki séð við öllu. Regar þessi mikla hristing kom á gálgann, brotn- aði bullustöngin í sundur í miðju svo sern eldspýta væri, og dælupípan gamla, sem var öll mosavaxin, ryktist upp og mölbrotnaði. Sum brotin lentu í fótum bóndans og meiddu hann, en hitt þótti honum enn verra, að sjá apann þjóta burtu óskaddaðan. Hann hljóp alt hvað fætur toguðu ofan hólinn, áleiðis til fjárins. Brunnvindan hékk enn um háls honum, og drógst yfir grjótið og alt sem fyrir var. Gerði þetta svo mikinn skarkala, að slíkt hefði átt að vera nægilegt til þess að alt féð hefði stokkið í sjóinn af ótta. Bóndinn var viss uin, að eitthVert slys mundi af þessu leiða, en hann treysti sér ekki til að af- stýra því. Hann var ver til reika en svo, að hann treysti sér að hlaupa á eftir apanum, og flýtti sér því að komast heim, til þess að binda um sár sín og kvarta yfir óförum sínum. Erainli. Aldor-prontsmiðja. Pappirinn frk Jóni Olafssyni.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.