Æskan

Árgangur

Æskan - 30.04.1903, Blaðsíða 7

Æskan - 30.04.1903, Blaðsíða 7
Æ SKAN. 69 svo sannfærður um, að íllur andi hefði klófest sig, að það leið á löngu, áður konan hans gat sefað hann og sannfært hann um að ekkert værí um að vera. Konan gat nú komið honum á fætur og huggaði hann eftir mætti. Sagði hann henni þá með skjálfandi rödd frá ófreskjunni, sem hann. hafði séð og sem komin væri til að drepa alt kvikt, sem væri á eyjunni. En rétt í því hann sagði þetta, heyrðist kynlegur hávaði í reykháfnum. Kom ófreskjan svo i ljós og settist rólega upp á mjöltunn- una. „Þetta er ekkert annað en svolítill apa- köttur!“ mælti konan, því hún hafði séð apa í dýrabúri áður. Að svo mæltu gekk hún að Luks og klappaði á bakið á hon- um. En þá tók hún eftir því, að seðill var festur við band, er var um háls apan- um. Skoðaði hún seðilinn, og sá þá, að á hann var ritað: „Hengist ekki. Drekkist ekki.“ Bóndinn varð enn óttaslegnari, er hann heyrði þessi orð: „Hengist ekki, drekkist ekki,“ tautaði hann fyrir munni sér. „Þá verður að reyna, hvort ekki er hægt að skjóta hann.“ Að svo mæltu tók hann byssu sína ofan af veggnum, og var hann vanur að skjóta kanínur með henni. Hlóð hann byssuna, og sýndist konunni hann hella öllu því púðri og öllum þeim 'nöglum í byssuhlaupið, er til var á hemilinu. Konan bað og sár- bændi mann sinn um að spara lif Luks, og svo leit næstum út, sem bóndinn hefði blíðkast í skapi, því hann lét byssuna síga og hugsaði sig um dálitla stund. En hann tafði ekki sökum bæna konir' sinnar. Fyrst og fremst gerði hann það sökum þess, að hann var skjálfhentur af geðshrær- ingunni, í öðru iagi var hann meiri veiði- maður en svo, að hann viidi skjóta skepnu,. sem sat grafkyr á mjöltunnunni, og enn fremur var hann hræddur um, að hann mundi skaða ungbarn þeirra hjóna, sem lá í vöggu rétt við hlið apans. Spyrndi hann því í mjöltunnuna til þess að koma dýrinu í burtu, því þegar það væri komið út úr' dyrunum, undir bert loft, gæti hann skotið það tormerkjaiaust. En apinn var að hugsa um alt annað. Hann þurfti að fá eitthvað að borða, og þegar búið var að elda grautinn handa b:irn- inu, stakk hann hendinni niður í grautinn og byrjaði á morgunverði sínum. Varð bóndinn þá svo frá sér af ótta, að hann gat, ekki hreyft sig úr sporunum, en þá helti apinn mjólkinni yflr barnið, og þá rankaði bóndinn við sér, og sá að hann varð að gera skyldu sína og verja fjölskyldu sína. Hann hóf byssuna upp aftur. Hittist þá svo á, að apinn snéri bakinu að dyrunum. Miðaði því bóndinn beint á hjarta apans og hleypti af. A næsta augabragði átti apinn að vera steindauður, en í stað þess hafði hann hlaupið upp á borðið og hermdi nú eftir hijóðinu i lásnum með skeið. Bóndinn hafði þó miðað rétt. Það hafði aldrei komið fyrir hanri áður á æfinni, að byssan hefði ekki hlaupið af, og bóndinn var lafhræddur og enn sannfærðari en áður um, að apinn hlyti að vera fjölkunnugur. „Verður ekki skotinn," tautaði bóndinn fyrir munni sér, „hengist ekki, drekkist ekki. Eg hefl nii reynt það fyrsta, nú

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.