Æskan

Árgangur

Æskan - 30.04.1903, Blaðsíða 6

Æskan - 30.04.1903, Blaðsíða 6
58 ÆSK AN. yfir alt, sem áður hafði komið fyrir. Skipið var nærri búið að ná til hafnar og átti að hreinsa það alt og fægja, áður það kæmi heiin, og þar á meðal Yoru málaðir skips- bátarnii'. Til allrar óhamingju hafði einn .sjómannanna gleymt farfakrukku sinni á þilfarinu, er hann gekk ofan til miðdegis- verðar. Luks hefði alls ekki v#rið api, .hefði hann látið slíkt tækifæri ónotað, og það þarf naumast að t.aka það fram, að hann notaði tækifærið ágætlega. J?að var auðsóð, að nú ætlaði hann fyrir álvöru að skemta sér. Fyrst litaði hann páfagaukinn, sem var á skipinu, hárauðan. far næst strauk hann málarakústinum yfir þilfarið •og lyftinguna, sem alt var ný-ferniserað. Þá byrjaði hann á seglum og siglutrjám, máiaði yfir nöfriin á bjarghringunum, og ioks setti hann kórónuna á alt sam;;n með því að hella því, sem eftir var í farfa- krukkunni í bezta frakkann, sem skipstjórinn ■átti; hafði hann verið látinn út til þess að viðra hann i sólskininu. Eg ætla nú að láta þess ógetið, sem fram fór á Vulkan næsta stundarfjórðung- inn eftir þetta. fað leit svo út, sem allir hefðu nóg að gera á þilfarinu. Tegar skip- stjórinn kom upp úr lyftingunni, var svo •hljótt á þilfarinu, að hægt hefði verið að heyra til títuprjóns, ef fallið hefði. Eg • ætla hvorki að segja það, sem hanri sagði né lýsa rödd hans, er hann skipaði allri . skipshöfninni að fara af þilfarinu. En það .skal þó sagt til hoiðurs honum, að hann stóð við orð sín og drap ekki apann. „Sérðu land?“ kaÚaði hann til stýri- mannsins. „Já, herra skjpstjóri!" mælti stýrimaður. „Pað er land á bakborða." „Stýrðu þá að landi,“ mælti skipstjór- inn. Seint um kvöldið kom skipið að litilli ey við norðurströnd Skotlands. Bátur var settur á flot og eftir það sá skipshöfnin á Yulkan Luks aldrei framar. 3. Kapítuli. Eyja sú var sögð óbygð á landabrófinu, þar sem skipstjórinn lét setja Luks í land. En slíkt var misskilningur, því fyrir tíu árum hafði fjárbóndi einn sezt að á þessari litlu en háu klettaey með hyski sínu. Þið getið getið nærri, hvilíka eftirtekt það hefir vakið, að sjá reglulegan apa og hann lifandi á þessari einmanalegu ey um morguninn. Fjárbóndinn var úti að gæta kinda sinna, og kom þá alt í einu auga á einhverja kynlega skepnu, sem leit út fyrir, að komið hefði upp úr jörðunni. Hann hafði aldrei séð apa áður, og því síður kindurnar hans, og tók því bæði bóndinn og kindurnar til fótanna eftir mætti. En Luks hljóp auð- vitað á eftir þeim, því hann var vanur félagslifinu, og er bóndinn kom hlaupandi af hræðslu heim til sín, sá hann með ótta og skelfingu, að Luks var alveg í hælunum á honum. Bæjardyrnar voru opnar og rauk bóndinn inn og skelti hurðinni svo hart aftur á eftir sér, að alt ætlaði um koll að keyra. Rótt þegar hann var kominn inn úr dyr- unum, fanst honum einhver taka aftan í sig. Yarð hann þá svo skelkaður, að hann fleygði sór niður á gólfið og æpti af ótta. En þetta var þó ekki annað en kápulaf hans, og hafði það orðið fast rnilli hurðarinnar og dyrastafsins. Samt sem áður var harin

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.