Æskan - 19.06.1903, Síða 2
70
ÆSKAN.
glápti upp í loítiö, en önnur börn drógu dár
að honum, er hann koin í þeirra hóp. Föð-
ur sinn misti hann í bernsku og varð móð-
ir hans þá ein að vinna fyrir þeim með
því að þvo fyrir nágrannana, en hún var
dugleg og þrifin og iiðu þau því enga neyð,
þótt fátæk væru.
Hans Christian var fermdur 14 ára-að
aldri, og ætlaði móðir hans þá að setja
lrann til að nema skraddaraiðn þar í bæn-
um. En honum var ekki um það gefið.
Hann vildi fara til Kaupmannahafnar og
verða leikari, og bjóst áreiðanlega við því,
að hann yrði frægur maður. Fegar móðir
hans sá, hve honum lá þetta þungt á hjarta,
kallaði hún til sín spákerlingu og spurði
hana hvað gera skyldi. Spákeriingin fór
að öllu með mestu ró, tók i nefið, lagði
spilin og athugaði þau lengi og mælt.i síð-
an: „Sonur yðar verður frægur maður,
kona góð, og sá tími kemur, að bærinn
Óðinsvé verður skrautlýstur honum til veg-
semdar.* Þetta, lireif; móðirin leyfði drengn-
um að fara, og var farareyrir hans aðeins
13 dalir, er hann smám saman hafði nurl-
að saman. Með það lagði hann af staðmeð
póstvagninum og komst til Kaupmanna-
hafnar.
Fað má nærri geta, að ekki var glæsi-
legt fyrir bláfátækan, einmana, einfaidan og
lijákátlegan 14 vetra dreng að koma til
höfuðstaðarins. Tók hann þegar að leita
upp allskonar leikara og leita aðstoðar þeirra,
og söng hann fyrir þeim, lék og dansaði,
hvar sem hann kom. Héldu margir hann
meira eða minna viti sínu fjær, aðrir gerðu
gys að honum; en nokkrir voru þó, er
héldu, að hæfileikar fælust í þessum kyn-
lega, einfalda unglingi. Komu þeir honum
á söngskóia, sem hann æskti mjög, enda
hafði hann dágóða söngrödd. En sökum
fátæktar gat hann ekki keypt sér sæmilega
skó, og varð þá votur í fætur dag eftir dag..
Fór þetta með röddina, enda komst hann
í mútur um sama leyti. Var þá úti um
söngnámið. Leit nú ekki út fyrir annað
en hann yrði að halda aftur heim til sín,
en úr því varð þó ekki. Loks gátu nokkr-
ir vinir hans útvegað honum kauplausa
kenslu í Jatínuskólanum í Slageise, og fór
hann þangað 1823, þá 15 vetra gamall.
Gekk námið örðugt í fyrst.u, enda var rektor
skóians enginn fyrirmyndar-maður. Smám
saman tók Andersen þó að ganga betur, og
útskrifaðist árið 1828, þá 23 ára að aldri-
Hann hafði ort töluvert á skólaárunum, og.
nú varð það úr, að hann gaf sig eingöngu
við ritstörfum, ýmist ritaði hann skáldsög-
ur, leikrit eða æflntýri. Fanst ýmsum fátt
um skáldskap hans í fyrstu, en nokkrir
voru þó þeir, er sáu, hvað í honum bjó..
Meðal þeirra voru Jónas Hallgrímsson, þjóð-
skáldið vort, sem þá dvaldi í Höfn, og ýms-
ir aðrir íslendingar. Fegar fyrstu æfintýri
hans voru komin út, um 1836, tóku aðrar
þjóðir að gefa honum gætur, og nú er svo-
komið að æfintýrin eru þýdd á flest Norður-
áifumál og nokkur Austurlandamál, og þykja
hvervetna meistaraverk. — Snögt á að líta
eru þau að eins gamansögur handa börnum,
en eftir því sem þroski og skiiningur les-
andans er meiri, finnur hann í þeim dýpri
og dýpri lýsingu á mannlííinu í kring um
sig. Meðal þeirra er t. d. æfintýrið „Móðirin",.
einhver fegursta lýsing móðurástarinnar
sem til er, þar sem móðirin sehu' af hendi
hár sitt, augu sín, og iætur þyrnana stinga
sig í bert brjóstið til þess að finná aftur