Æskan - 19.06.1903, Side 5
ÆSKAN.
ur nærri mér, svo að enginn stígi ofan á
ykkur. og varið ykkur á köt,tunum.“
fvi næst komu þau inn í andagarðinn;
þar var gríðarlegur hávaði, því þar var tvi-
býli, og bæði heimilin börðust um álhöfuð,
sem þó lenti í kettinum á endanum.
„Svona gengur nú lífið í veröldiimi, “
sagði móðir unganna og sleikti útum um
]eið, því að hana langaði líka í álhöfuðið.
„Haflð þið nú fæturna fyrir ykkur og reyn-
ið að spreyta ykkur, og hneigið ykkur í
hálsinum fyrir gömlu öndinni þarna; hún
er lang-göfugust allra, sem hér eru, hún er
af spönsku blóði, og því er hún gild, og
lítið á! Hún hefir rauða dulu um fótinn,
og það er Ijómandi fallegt og einhver hin
mesta upphefð, sem nokkur önd getur hlot-
ið. Það þýðir ekki nema það, að enginn
vill missa hana, og að bæði dýr og menn
skulu þekkja hana úr. Ráf, ráf! Ekkiinn-
stígir! Yel dubbaður andarungi lætur vera
langt á milli fótanna, eins og faðir hans
og móðir gera. Svona, beygið nú hálsinn
og segið: ráf!“
Og það gerðu þeir. En hinar enduruar
þar umhverfis horfðu á þá og sögðu upphátt:
„Já, já, við eigum þá að fá þetta hyski
í viðbót, eins og við værum ekki nógu mörg
fyrir! Og svei aftan! Hvað einn unginn
lítur ólánlega út! Honum skulum við koma
af okkur.“ Og óðara rauk ein öndin á hann
og beit hann aftan í hnakkann.
„Látið hann vera!“ sagði móðirin. „Hann
gerir víst engum neitt."
„Jú, hann er of stór og annarlegur,“
sagði öndin, sem beit, „og því á hann að
hafa það.“
„Hún á lagleg börn, .heillin,“ sagði gamla
öndin með duluna um fótinn. „Öll lagleg
73
nema eitt. Það hefir ekki tekist. Eg vildi
óska, að hún gæti gert það upp aftur."
„fað er nú ekki hægt, frú mín góð,“
sagði andamóðirin; „hann er ekki laglegur,
en hann er bezta barn, rýjan, og syndir
fult svo laglega og hver hinna. Já, mér
liggur við að bæta því við: eg held að
hann fi'ikki með aldrinum, eða hann verð-
ur smáfeldari með tíð og tíma; hann hef-
ir legið of lengi í egginu, og hefir því ekki
náð réttu lagi og lögun,“ og svo nartaði
hún aftan í hálsinn á honum og snotraði
til á karli. „Ilann er lika steggi,“ sagði
hún, „og þá hefir það lítið að þýða; eg á
von á að hann fái góða krafta, og þá vona
eg, að hann spjari sig, svo dugi.“
„Hinir eru dáfallegir ungar,“ sagði gamla
öndin. „Yerið þið nú eins og heima hjá
ykkur, og ef þið finnið álhöfuð, getið þið
fært mér það.“
Og svo fóru ungarnir að gera sig heima-
komna. [Niðurl. næst.]
------O-kX.------
Tom.
[Ensk saga.]
EiÁ ULDINN var nístandi — framúrskar-
andi nístandi og bitur, og auk þess var
koldimt, því að gasljósin, sem hoppuðu og
ósuðu i storminum, lýstu varla 10 skref
frá sér. Yindurinn þaut gegnum götuna,
eins og hann væri tryltur, og sópaði burt
með sér snjó og ryki og öllum hræran-
legum hlutum, sem hann gat við ráðið.
Þar á meðal var veslings gamall, útslitinn
dreki, sem einhvern tíma um haustið hafði
sezt að hæst uppi í stærsta trénu í ná-
grenninu, og hafði hann hvílt sig þár siðan