Æskan

Árgangur

Æskan - 19.06.1903, Síða 3

Æskan - 19.06.1903, Síða 3
Æ SKAÍf. 71 látna barniÖ sitt. Eit.t æfintýrið er „Ljót.i 'ufiginn/ *em hér er prentað á eftir; það er æfisaga Andersens sjálfs, svansins, sem útlclakinn var í andagaröi, hrjáður og hrak- inn fram og aftur, áður hann komst í flokk jafningja sinna. Þegar námi Andersens var lokið, ferðaðist hann hvað eftir annað til útlanda og það var fyrst, er aðrar þjóð- ir höfðu sýnt honum virðingu, að Danir tóku að veita honunr eftirtekt, og hófu hann til virðingar. Og svo fór að lokum, að spádómui'kerl- ingarinnar rættist, að bærinn Oðinsvé var skrautlýstur til heiðurs honum og hann .gerður heiðursborgari bæjarins. Einfaldur var hann alla æfi, og hafði mrðnl annars töluvert gaman af að segja frá viðtökum þeim, er hann fókk hjá ýmsum stórmenn- um, en barnslega sakleysinu hélt hann ó- skertu til dauðadags. Hann andaðist í Höfn 4. ágúst 1875, sjötugur að aldri, og var útför hans gerð með hinni mestu viðhöfn. Var þar konungur viðstaddur og ætt hans og margt annað stórmenni, og kistan þakin fjölda blómkransa, ekki að eins frá Dan- mörku, heldur og frá Svíþjóð og Noregi og Þýzkalandi. Sendinefnd hafði komið frá •Óðinsvé til heiðurs við hinn látna. Meðal •sendimanna var Engelstoft biskup, er hélt ■eina ræðuna. Lauk hann henni með niður- lagsorðunum úr einu æfintýri Andersens: „Vér höfum ekki ennþá fengið augu til að •sjá inn í þá dýrð, sem guð hefir skapað, en við fáum þau, og það verður bezta æfin- týrið, því að þá verðum vér með sjálfir. Nú er hann með sjálfur. Guðs náð lýsi fyrir hans augliti: friður só yfir duftihans." Rit H. C. Andersens hafa verið gefin út í 30 bindum. Af þeim er ekki þýtt annað á islenzku en fáein æfintýri og nokkur kvæði. Ljóti unginn. (Eftir H. C. Andersen). Fagurt var á landsbygðinni; það var há- sumartími, akrarnir Ijósgulir, hafragrasið skrúðgrænt, heyið sett í stakka út um hið rennslélta engi, og þar skálmaði storkurinn, rauðfættur og hástígur og talaði egypzku, þvi að þá tungu hafði hann lært af móður sinni. Hringinn í kring um akur og engi lá þykkur skógur, og inn í skóginum djúp- ar tjarnir; já, það var fagurt úti á lands- bygðinni. í miðju sólskininu lá fornt höfuð- ból með djúpum skurðum umhverfis, og uxu þar njólablöðkur milli múranna og vatnsins, sem voru svo háar, að smábörn gátu staðið upprétt undir þeim stærstu; var þar jafn villigjarnt og i þykkvasta skógi. Þar sat önd i hreiðri sínu; hún var að unga út, en var nú tekið að leiðast, að svo lengi stóð á ungunum og svo fáir komu að heimsækja hana, því hinum öndunum þótti skemtilegra að synda fram og aftur eftir skurðunum, en að ganga á land og setjast undir njólann til að hjala við hana. Loksins fór að braka í eggjunum, hverju af öðru: pí, pí, sagði í þeim; allar eggja- rauðurnar voru orðnar lifandi og stungu út höfðunum. „Ráf! ráf!“ sagði öndin og óðar reyndu ungarnir að ráfa og rölta, og góndu í allar áttir undir grænblöðunum, og móðirin lof- aði þeirn að skima eins og þeir viidu, því græni liturinn er hollur augunum. „Ósköp er veröldin stór!“ sögðu allir

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.