Æskan - 19.06.1903, Blaðsíða 4
72
ÆSK AN.
ungarnir, því að nú var mun rýmra um
þá, en meðan þeir sátu í egginu.
#Haldið þið, að þetta sé öll veröldin!"
sagði móðir þeirra; „htín nær langt tít fyr-
ir garðinn hinum megin, og langt innílandar-
eignprestsins! En þangað hefl eg aldrei komið!
Eruð þið ekki hérna allir ?“ Og um leið
tylti htín sér á tá. „Nei, eg er ekki btíin,
allra stærsta eggið liggur þarna eftir; hvað
ætli þetta eigi lengi að ganga! Bráðum fer
mér að leiðast!" og að svo btínu lagðist
htín á aftur.
„Ntí, ntí! Hvernig líður þér?“ spuiði
gömul önd, sem kom að flnna hana.
„Það stendur svo lengi á einu egginu,"
mælti öndin, sem sat á; „gatið ætlar ald-
rei að sjást, en gerðu ekki nema líttu á
hina! Þeir eru falleguscu ungar, sem eg
hefl séð; þeir eru allir eftirmynd föðursins;
ótætið, hann kemur ekki að heimsækja
mig!“
„Lof mér að sjá eggið, sem ekki opnast,"
sagði gamla öndin. „Vertu viss, þetta er
kalktíns-egg; svona var eg einu sinni svikin,
og má muna þá gremju og þau vandræði,
sem þeir ungar gerðu mér, því þeir eru
hræddir við vatnið, skal eg segja þér; e'g
kom þeim ekki iit í, kjamsaði og hramsaði,
en ekkert dugði. Lof mér sjá eggið. Jtí,
jtí, kalktíns-egg erþað! Lofaðu þessu eggi
að vera, og kendu hinum börnunum þín-
um að synda!“
„Nei, eg verð að liggja á því ofurJítið
ennþá,“ sagði öndin, „tír því eg er btíin að
liggja svo lengi á því hvort heldur er, þá
er bezt eg þreyi Þorann og Góuna út.“
„Sem þér þóknast, heillin góð,“ sagði
gamla öndin og við það hafði’ htín sig á
kreik.
Loksins sprakk stóra eggið. „Pí, pí,“
sagði unginn og valt tít; hann var bæði
stórskorinn og ljótur. Öndin horfði á hann.
„Hvaða, hvaða herflleg stærð er á ungan-
um,“ sagði htín, „enginn hinna lítur tít
svona afskræmilega; það skyldi aldrei verar
að þetta væri kalktíns-ungi! Jæja, eg skal
fljótt komast fyrir það, þvi í vatnið skal
hann fara, þótt eg megi til að sparka hon-
um tít í.“
Daginn eftir var ljómandi fallegt veður;:
sólin skein á allar hinar skrtíðgrænu blöðk-
ur. Ungamóðirin fór á kreik með öll sin
afkvæmi, og var komin niður að skurðin-
um. Skvamp! skvamp! Htín tít í. „Ráf,
ráf!“ sagði htín, og ungarnir veltu sér tít
i hver af öðrum; vatnið gekk yfir höfuðið'
á þeim, en þeim skaut óðara upp aftur,
og þeir flutu þarna allir með snild og prýði,.
fæturnir tifuðu eins og sjálfkraf og grái
unginn Ijóti, hann synti líka.
„Nei, nei, ekki er það kalktía," sagði
htín; „sko, hve fallega hann ber fæturna;
en hvað hann er reisugur! Eg á garminn
með öllum rétti; í raun réttri er hann
dáindis-laglegur, horfi maður vandlega* á
hann; ráf, ráf! Komið þið ntí með mér!.
Eg ætla að sýna ykkur veröldina og láta
sjá ykkur í andastíunni; en haldið þið ykk-