Æskan - 19.06.1903, Blaðsíða 6
74
ÆSK AX,
í næði og með þeirri fullu sannfæringu, að
erfiði hans væri nú á enda. Nú hreif stom-
urinn hann vægðarlaust út úr fyigsninu og
íeykti honum burt. Hann gerði margar
iilraunir til að komast inn í skjól á rnilli
húsa, bak við tröppur og inn á umgirt
•svæði; en alt var árangurslaust. Stormur-
inn kom í veginn fyrir hann og þeytti
honum burt í gagnstæða átt, sveiflaði honum
hringinn í kring um nokkrar tunnur, sem
stóðu í röð eins og hermenn meðfram
gangstéttinni, og beint í fangið á dálitlum
'dreng, sem sat á steini í skjóli við tunn-
■urnar.
Drengurinn var bæði lítill og fátækleg-
ur. far sem hann sat var hann engu
líkari en tusku-hrúgu; flíkurnar utan á
honum voru slitnar og rifnar og drengur-
inn nær dauða en lífl af kulda. Neflð,
eyrun, hendurnar og fæturnir, sem voru
berir, var allt helblátt. Honum var nærri
•of kalt til þess að hann gæti skolfið, og
•drekanum, sem óvinur hans, stormurinn,
feykti til hans, veitti hann enga eftirtekt.
Það leit út eins og drekinn hjúfraði sig
upp að honum til að biðja hann ásjár; en
i sama bili kom vindurinn aftur beggja
megin við tunnurnar, eins og hann spenti
greipar utan um þær og í gegnum veslings
'Tom litla, og ískraði í honum af ánægju
um leið og hann náði aftur tökum á her-
fangi sínu, drekanum, og feykti honum
iburt.
Hann hét „Tom*, litli drengurinn; hann
átti ekkert annað nafn. Enginn vissi, hver
hann var eða hvaðan hann var, nema
kannske fátæka gamla konan, sem hann
„átti heima* hjá. En þetta, að hann átti
þar heima, þýddi að eins það, að hún lét
hann sofa á gólflnu í stofukytrunni sinni;
lá hann þar á bunka af gömlum druslum.
Stundum gaf hún honum brauðskorpu, en
miklu oítar barði hún hann. Þegar hún
var drukkin, flýði Tom út á götuna, en
drukkin var hún oftast nær,' og á kvöldin
var hún það altaf. Hann var víst hér um
bil 6 ára gamall; en hver sem hefði séð
hann, þar sem hann sat á stéttarsteinunum
niðurlútur og áhyggjufullur, hefði vel getað
ímyndað sér að hann væri að minsta kosti
tífalt eldri en hann var.
Nú kom vagn akandi eftir götunni og
nam staðar rétt þar sem Tom sat. Vagn-
dyrnar opnuðust og tvö börn hoppuðu út,
skildu dyrnar eftir opnar og flýttu sér upp
tröppurnar og inn í húsið. Tom leit þreytu-
lega á eftir þeim, heyrði dyrabjölluna hringja,
sá að eins bregða fyrir daufri glætu innan
úr stofunni, og virtist honum að þar væri
bæði bjart og hlýtt; en svo lokuðust dyrnar
aftur, og alt var koldimt sem áður. Hann
sneri sór að vagninum til að sjá, hvort
hann væri farinn, en hann stóð kyr enn
þá. Ökumaðurinn sat í sæti sínu hreyfingar-
laus, eins og hann væri myndastytta. Annar
vagnhesturinn stappaði óþolinmæðislega nið-
ur í götuna og leit tortryggnislega kringum
sig; en myndastyttan sat. hreyfingarlaus.
Tom horfði dapur í bragði inn í vagn-
inn um opnar dyrnar. Pó dimt væri, sá
hann, að vagninn var fóðraður innan með
þykku hlýju efni. Hann leit upp og í
kringum sig. Ef hann væri kominn inn í
vagninn, þá gæti stormurinn ekkert gert
honum. Ó, að hann mætti koma þar inn,
þó ekki væri nema eitt augnablik! Hann
skyldi læðast út aftur, undir eins og hús-
dyrnar opnuðust. Hann staulaðist á fætur