Æskan - 19.06.1903, Qupperneq 8
76
ÆSKAN
bætti við með hálfgerðum þjósti: „Eg á
enga.“ Konan strauk hægt og hægt hend-
inni um höfuð honum. Hún einblíndi fram
fyrir sig. Andlit þessa drengs var svo
nauðalíkt öðru andliti, sem hún var að
hugsa um.
„Ertu svangur?" spurði hún alt í einu.
Hún hefði eiginlega ekki þurft annað svar
en það, sem hún gat lesið í augum hans.
Hann svaraði kjökrandi og í hálfum hijóð-
um: „Já, frú.“
Vagninn nam staðar og myndastyttan
kom ofan í annað sinn, opnaði dyrnar og
stóð svo grafkyr og sem steini lostinn, er
hann leit inn í vagninn.
„Eg fer ekki inn, Jóhann,“ mælti hús-
móðir hans. „Flýttu þér heim aftur.“ Og
svo bætti hún við brosandi: „Litli dreng-
urinn þessi skreið inn í vagninn, meðan
hann beið, af þvi að honum var svo kalt.
Eg ætla að fara með hann heim. Flýttu
þér nú eins og hægt er.“
Ökumaðurinn varð forviða. Hann lokaði
vagninum og flýtt.i sér að komast í sæti
sitt.
Drengurinn gerði tilraun til að komast
til dyranna.
„Lof mér að komast út!“ æpti hann.
„Eg vil ekki fara heim. Lof mér að kom-
ast út!“
„Ekki heim til þírij“ svaraði konan vin-
gjarnlega. „Heim til nún.“
Tom starði á hana steinhissa. Hann
vissi hvorki upp né niður í þessu og lofaði
henni því að lyfta sér upp í bekkinn við
hliðina á henni.
„Heim til mín,“ mælti hún aftur, „þar
sem þér getur verið vel heitt, og þú getur
fengið góðan mat, fengið að sofa eins lengi
og þú vilt og það í mjúku rúmi. Hvernig
lízt þér á það?“ .
Tom varpaði mæðiiega öndinni, en svaráði
engu. Þetta var alt meira en svo, að
skilningur hans gæti gripið það. Hann —
einn af drengjunum hennar mömmu Sal —
átti að fara heim til ríku konunnar, þar
sem börnin áttú heima, sem hann hafði
séð fara þar inn um kvöldið. Hann leit
upp alt í einu.
„Voru það börnin yðar, sem eg sá áðan?“
spurði hann.
Hún þrýsti honum fastar að sér og svaraði
lágt: „Nei. Eg átti einu sinni dálítinn
dreng — eins og þig. En hann dó.“
Þegar vagninn nam staðar aftur, var
Tom sofnaður, og það svo fast, að öku-
maðurinn, sem engu orði gat enn þá upp
komið fyrir undrun, bar hann inn i húsið
og lagði hann upp í rúm án þess að hann
vaknaði.
(Framh.)
Kahpendur og útsölumenn „Æskunn-
ar“ eru hér með mintir á, að gjalddagi
blaðsins er í apríh Eru þeir því vinsaml.
beðnir um að gera skil á borguninni svo
fijótt sem unt er.
Eldri árgangar „Æsknnnar44 fást nú
innh. hjá afgreiðslumanni blaðsins, i Vestur-
götu 21. Verðið á þeim er: I—III. árg.
1 kr. hver, IV.—V. árg. 50 aura hvor fyrir
nýjaáskrifendur að blaðinu, en 1 kr.fyrir aðra.
Úrsagnir úr „Æskunni“ tilkynnist slcrif-
lega til afgreiðslum., og eigi síðar en fyrir
lolc júlímánaðar.
Afgreiðslumaður: Slgurður Jónsson, kennari, Rvík.
Aldar-prentEmiðja. Pappírinn frá, J6ni OlafgByni.