Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1904, Blaðsíða 3

Æskan - 01.06.1904, Blaðsíða 3
71 hjá sér. Alt í einu bar fílinn þangað sem velgerðakona hans var vön að sitja. En varla hafði hann séð barnungann fyr en œðið rann af honum og kom á hann mesta kyrð. Hann hóf vinalega upp barnið, sem titraði af hræðslunni, og setti það óskaddað niður á þak sölubúðar einn- ar, sem stóð þar rétt hjá. Seígjöfin. (Frmh.) Rennismiðurinn horfði þegjandi í gaupn- ir sór um stund, leit síðan eins og hálf vandræðalega til konu sinnar og sagði: „Presturinn spyr mig hvað eigi að gera við litlu stúlkuna, systir mín átti stúlku á tíunda eða ellefta árinu. Þar sem eg nú er einasti ætt.ingi hennar, verð eg að sjá um hana, ef hún á ekki að fara á hreppinn, og það skal ekki verða, á meðan eg lifi“. Þau þögðu bæði stundarkorn, það var eins og hann biði átekta, en þegar konan sagði ekkert, tók hann aftur til máls: „Eigum við að taka hana heim til okk- ar? eða á eg að gefa með henni hjá vanda- lausum? Annaðhvort verður að vera. Þú mátt velja“. „Það verður ódýrara liér heima“. „Já, það held eg líka“, sagði hann og glaðnaði yfir honum; það þótti konunni miður. „Það verður nú samt annað en gaman“, mælti hún, „fvrir okkur sem farin erum að reskjast. Það kemur auðvitað mest á mig. Onæði og umstang, ef til vill óþekkt og þakkir litlar — jæja, eg segi nú ekki meira“. „Segðu þá heldur nei strax, því það viltu helst“, sagði hann í bistum róm. „Nei, það er ekki satt; mér finst við ættum að reyna það. Skrifaðu, að við ætl- um að reyna það“. Svo skrifaði Lúnd til prestsins, og kvaðst ætla að taka munaðarleysingjann að sér. En frá þeirri stundu var eins og einhver óró- semi hefði gripið konu hans. „Nú er næðistíminn á förum'', hugsaði hún, „já, maður veit ekki, hvað átt hefir fyr en mist hefir“, „Hvar ætlarðu að láta hana sofa?“ spurði maðurinn eitt kvöld. „ Auðvitað í kompunni" sagði hún; „það er hvergi hægt annarstaðar". „Það er saggasamt og kalt í kompunni. — Hvernig væri hérna á legubekknnm". „Eg held hann slitni nóg samt. Eg skal viðra og þurka herbergið og búa upp hlýtt rúm handa henni". „Jæja, þú verður sjálf að bera ábyrgð á því“, sagði hann og gekk snögt út. Það verða heldur sældardagar hér eftir, hugsaði konan, áður var þó frið að fá. Jútla stúlkan átti að koma með dagvagn- inum, sem ók fram hjá dyrum rennarans. Það var kafald og dimmt og nístandi kuldi daginn, sem von varáhenni. Lúnd hafði dregið gluggatjaldið til hliðar, svo Ijósið skein út á götuna; hann leit hvað eftir annað út og hlustaði. Konan var róleg að sjá, en þó var eins og óstyrkur væri í höndum hennar venju fremur. Loksins heyrist til vagnsins og það var nurnið staðar við dyrnar. ((Frh.)

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.