Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1904, Blaðsíða 8

Æskan - 01.06.1904, Blaðsíða 8
76 „Nu skulum við leika fallegan, ]eik,“ mælti Serína. Að svo mæitu skundaði hún inn í höllina og kom aftur með gullöskjur; i þeim var ijómandi fræduft. Hún tók úr þeim ofurlitla ögn með litlu putunum sínutn og stráði fáeinum kornum á græna jörðina. Óðara brá svo við að grasið lagð- ist í býlgjur og eftir örfá augnablik skaut upp .úr jörðunni Ijómandi rósarunnum; hækkuðu þeir fljótt og breidddust út í blómgun og lagði af þeim sætasta ilm. María tók líka ögn af duftinu og dreifði þvi út og þá spruttu upp hvítar liijur og allavega lit negulblóm. En jafnskjótt sem Serina gerði bendingu, þá hurfu blómin aftur og önnur ný komu í staðinn. „Nú skaltu sjá nokkuð, sem er enn betra,“ mælti Serína. „Hún lét tvö pinjukom* niður í jörðina og stappaði niður fætinum. í sama bili stóðu tveir grænir runnar frammi fyrir þeim. „Berðu þig nú að halda þér fast eins og eg geri,“ sagði Serína, og lagði María handlegginn yfrum hana. Þá fann hún að hún lyftist upp, því trén uxu und- ir þeim rneð feikna hraða. Hinar hátt- vaxandi pinjur hreyfðust og bæði börnin hóldust í faðmlögum og kystust í rauðum um kvöldskýjunum, en hin smábörnín klifr- uðu með frábærum fimleik upp og ofan með stofaum trjánna og hrundust á með glettingum þegar þau mættust, og hlóu hátt um ieið. Yrði einhverju barnanna fótaskortur í þrönginni, þá flaug það í lausu lofti og leið hóglega á léttu flugi niður til jarðar. Loksins setti ótta að Pinja er furutegund sern vex í suðurlöndum, Maríu, en þá söng leiksystirin og tók nokkra háa tóna og i sama bili sigu trén smám- saman niður í jörðina og tyltu þeim niður aftur, eftir að þau fyrst höfðu hafið þær svo hátt upp til skýjanna. Eirhlið var á höllinni og gengu þær þar inn. Sátu þar inni margar friðar konur, eldri og yngri í kringlóttum sal; þær voru að neyta kostulegasta ávaxta og hljóm- aði þar fegursta sönglist ósýnilegra hljóð- færaleikenda. Á lofthvelfiuguna voru lit- myndaðir pálinar, blóm og laufverk og þar innan um voru mynduð börn í allavega yndislegri líkamsstöðu klifr- andi og rólandi, og breyttu myndirnar sér eftir tónuin sönglistarinnar og Ijómuðu í fránustu lit.um; ýmist blikaði hið græna og bláa logskært eða dró úr litunum aftur; það roðaði af purpuranum og eldi af gull- inu. Sýndust svo börnin innan um blóm- flétturnar sem lifandi væru; það sást er þau önduðu að sér og frá sér með roða- skærum vörunum og starsýnt lilaut manni að verða bæði á tennurnar þeirra skínandi hvítar og augun himinbláu. tFramh.) „ Æ s k a n“ kemur út tvisvar í mánuði, og auk þeBS jóiablað skrautprentað mcð myndum), 25 blöð alls (100 bls.). Kostar 1 kr. og 20 aura árgangurinn. Borg- ist í Aprílmánuði ár hvert. Sölulaun i/b. geíin af minst 3 eintökum. Guðm. Gamalíelsson bókbindari, Hafnar- strœti ltí, Reykjavik, aunast útsendingu blaðsins og alla afgrciðslu, tekur móti borgun og kvittar fyrir o. s. l'rv. Prentsmiðja Þoiiv. Þorvakbssonar.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.