Æskan - 01.06.1904, Blaðsíða 6
74
stóbu hringinn í kring um, og í henni var
kofi og húsabyggingar nokkrar nálega í
rústum; sjaldan sást reykur þaðan upp
stíga og enn sjaldnar varð þar manna
vart; einstöku sinnum höfðu einhverjir af
forvitni hætt sér þangað svo langt að þeir
sáu kvennsniftir nokkrar, ótótlegar og
ræfilslega til fara, sitjandi á bekk fyrir
framan kofann og höfðu þær ijót og ó-
þrifaleg börn í kjöltu sinni; svartir hund-
ar hiupu þar fyrir framan milli trjánna
og stundum á kvöldin gekk afar stórvax-
inn maður um fjalbrúna, sem lá yfir ána,
og hvarf svo inn í kofann; því næst, er
dimma tók, bar fyrir ýmsar myndir, sem
voru á reiki kringum iogandi bál. Lágin,
grenitrón og kofahróið í þessu græna, vina-
lega landsplássi, stungu mjögsvoundarlega í
stúf við hvítu húsin í þorpinu og greifa-
höilina, sem var nýieist bygging og að
öllu hin giæsiiegasta..
Bæði börnin höfðu nú neytt ávaxtanna
og því næst hugkvæmdist þeim að reyna
sig að hlaupa. María litla var fóthvatari
en Andres og þess vegna alt af á undan.
„Með þessu móti er það enginn vandi",
kallaði hann loksins; „reynum einu sinni
á iöngu hiaupi og sjáum svo hvort betur
hefir". „Eins og þú vilt“, svaraði María
litla, “við megum bara ekki hlaupa ofan
að ánni“. „Yeit eg það“, sagði An-
dres, „en þarna á hólnum stendur peru-
tréð stóra, svo sem bæjarleið hóðan; eg
hleyp hórna vinstra megin framhjá greni-
láginni, en þú getur hlaupið hægra megin
yfir merkurnar, svo við mætumst ekki
fyrri en uppi á hóinum; við sjáum þá
hvort okkar gerir betur".
„Jæja þá!“ mælti María og fór á stað,
„við hindrum þá ekki hvort annað á sömu
leiðinni, enda segir pabbi að jafnlangt só
að hóinum hvort heldur maður fer
hérnamegin eða hinumegin við Sígauna-
húsin“.
Andres var þegar þotinn á undan, og
María, sem sneri á leiðina til hægri hand-
ar, sá hann ekki framar. „Þetta er í
rauninni heimska", sagði hún við sjálfa
sig, „því ekki þyrfti eg annað en að taka
í mig hug og hlaupa yflr fjalbrúna, og
svo fram hjá húsunum þarna yfir frá, þá
kæmist eg víst fyr en hann“. Nú er hún
þegar komin svo langt að áin og
grenitrén eru fyrir framan hana. „Á eg
að gera það?“ segir hún, „nei, mig óar
við því“. Lítill hundur hvítur stóð hinu-
megin og gelti sem mest mátti hann. í
ofboðinu þótti henni fyrst sem kvikindið
væri óvættur og hrökk á hæl aftur. „Æ“,
sagði hún, „nú er Andres kominn góðan
spöl á undan, meðan eg stend hór og víla
fyrir mór“. Hundurinn gelti í sífellu, en
þegar hún virti hann betur fyrir sér, fór
henni ekki að þykja hann neitt hræðileg-
ur, heldur miklu fremur geðslegur. Hann
hafði rautt band um hálsinn með skínandi
bjöllu og í hvert skifti sem hann reisti
höfuðið og hristi sig geltandi, þá ómaði
bjallan undurfagurt. „Það er best að
hætta á það“, kallaði Maríalitla, „eghleyp
alt hvað eg get og verð fljót; ekki munu
þeir þó gleypa mig í sig samstundis“.
Og þar með skundaði hún djarflega út á
fjalbrúna og var óðara komin að hund-
inum, sem nú var hægur og spakur og
flaðraði upp á hana; því næst vatt hún