Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 15.08.1904, Qupperneq 5

Æskan - 15.08.1904, Qupperneq 5
97 arinnar; einkum átti hún bágt meö að stilia sig við Andres, sem virtist hafa sér- lega ánægju af að níða þá, en jafnan byrgði hún það, sem hún ætlaði að segja, í sínu eigin brjósti. Leið nú svona eitt árið, og á því næsta ól hún dóttir, sem hún lét heita Áifríði, í minningar skyni við álfana. Ungu hjónin voru hjá þeim Marteini og Birgittu í sama liúsinu, því húsrúmið var nægilegt handa þeim öllum. Þau voru eldri hjónunum hjálpleg í búskapnum. Álf- ríður litia var snemma efnileg, komst óvenju fljótt upp á að ganga og var al- talandi áður en hún var eins árs. Að nokkrum árum iiðnum var hiín orðín svo frábær að skýrleik og fríðleik, að allir horfðu á hana með undrun, og ekki gat móðir hennar rekið sig úr vitni um, að henni svipaði talsvert til yndislegu barnanna í greni- hvamminum. Álfríði var ekki mikið um það gefið, að vera með öðrum börnum, og vildi ekki taka neinn þátt í leikjum þeirra og órum, en langhelzt vera ein fyrir sig. Oft og tíðum settist hún út í garðshorn og var þar annaðhvort við lestur eða keptist við að sauma; oft sáu menn hana lika sitja íhugunarfulla, eða hún tifaði fram og aftur í trjágöngunum og var að tala við sjálfa sig. Foreldrarnir leyfðu henni að fara sínu fram, því heilbrigði hennar og framfarir voru í bezta lagi; það eina, sem stundum gerði þau áhyggjufull, voru hin skrítilegu og skörpu svör hennar °S athugasemdir. „Svona vitur börn veiða ekki gömul", sagði Birgitta, amma hennar, stundum. „þau eru of góð fyrir þennan heim; þnrta barn er líka óeðlilega frítt og mun ekki fosta yndi hér á jörðu“. Það var eitt af frábrigðum Álfríðar litlu, að hún vildi mjög ógjarnan láta þjóna sér, heldur vildi gera alt sjálf. Hún var fyrst allra á fótum í húsinu, þvoði sér sjálf og klæddi sig sjálf; eins að sínu leyti varhún hirðusöm á kvöldin, gætti þess vandlega að brjóta sjálf saman föt sín og lín og að láta erigan, jafnvel ekki móðurina, hafa hönd á dóti sínu. Móðirin umbar þetta sérlyndi dóttur sinnar, því henni datt ekki í hug, að neitt byggi undir. En einusinni var það á hátíðisdegi nokkrum, er hún ætl- aði upp í höliina að heimsækja greifafólkið, að hún varð með valdi að hafa fataskifti á Alfríði, en hún streittist á móti með hljóðum og gráti. Þá sá móðirin að gull- stykki eitt, fáránlegt í lögun, hékk við brjóst hennar í bandi, og kannaðist hún þegar við, að það var þeim samkynja, sem hún hafði séð svo ótalmörg af i neðan- jarðar-heimkynni álfanna. Álfríður litla varð hrædd og játaði, að hún hefði fundið það í garðinum og af því að henni hefði fallið það svo vel i geð, þá hefði hún geymt það vandlega; hún bað svo heitt eg inni- lega, að hún mætti halda því, að Maria lét það á hana aftur og fór síðan með hana til greifahallarinnar þegjandi og þungt hugs- andi. Öðrumegin við íbúðarhús Marteins stóðu útihús nokkur, sem höfð voru til að geyma í jarðarávöxt og akuryrkju-áhöld, en bak við þau var gras-petti með gömlum lauf- skála, en þangað komu nú engir, af því það var orðið of langt frá garðinum, eftir nýju húsgerðina. í þessum einverustað kunni Álfríður bezt við sig og kom engum til hugar að ónáða hana þar; var það oft

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.