Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1905, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1905, Blaðsíða 8
En meðan hann var úti að tína blóm- in, þá dó systir hans, og mamnia og pabbi sveipuðu hana hvitu líni. Jón iitii vissi ekkert um þetta, og gengur inn i herbergið, þar sem hún iá og sýndi henni blóniin, en hún leifc ekki á þau nú eins og hún var vön. Hann hélt þá, að hún svæfi og kallaði til hennar : „Sko! elsku systir! hvað eg er búinn að tína handa þér!“ En hún heyrði það ekki. Þá gekk hann fast að rúminu hennar, leit á hana og sagði við sjálfan sig: „Hún sefur svo vært; eg ætia að ieggja blómin á brjóst- ið á henni. En þegar hún vaknar, þá veit eg að hún verður svo undur glöð og þá segir húní „Þetta hefir Jón litli bróð ir gjört“. Jón hljóp nú inn til mömmu sinnar og segir: „Eg er búinn að tína mikið af blómum, sem henni Rúnu systur þykir vænt um. Én hún sefur núna svo vært; þess vegna lagði eg blómin á brjóstið á henni, svo hún verði glöð, þegar hún vaknar". Þá sagði mamma og tárin streymdu af augum hennar: „ Já, elsku systir þín sef- ur, það er satt, en hún vaknar aldrei aft- ur, elsku barnið mitt“. Þá sagði Jón litli: „Ef hún systir sefur, hvernig stendur þá á því, að hún vaknar ekki aftur?“ Mamma hans fór að gráta, hún gat engu svarað. EEIÐRÉTTING: Misprentað í uœsta blaði á undan, 17. bls.: vatnskclingr I. vatnskerling. SmáTcgis. Hverri synd fyigir sorg, sé samviskan vakandi. Hver krónan, sem nirfillinn dregur að sér, gerir hann fátækari. * Fróðleikur getur fylt höfuðið, en hjartað getur hann ekki hreinsað. Sá er heimskur, sem kvelur sjálfan sig með ónauðsynlegum áhyggjum. * Farsælastur er sá, sem flesta getur gert farsæla. * Sönn orð eru lifandi verur. * Gleði lífsins sprettur af hreinni samvizku. * Sá sem yfirvínnur sjálían sig, vinnur stærstan sigur. * Yiljirðu hafa nokkur áhrif á náunga, þinn, þá byrjaðu með því að elska hann. (Þýtt). „ Æ s k a n “ kcmur út tvisvar í mánuði, og auk þess jólablað skrautju-entað mcð myndum), 25 blöð alls (100 bls.). Kostar 1 kr. og 20 aura árgangurinn. Borg- ist í Aprílmánuði ár livcrt. Sölulaun 1/51 gefin af minst 3 eintökum. Guðm. Gamalíelsson bókbindari, Ilafnar- strœti 1Ö. Reykjavik, annast útsendingu blaðsins og alla afgreiðslu, tekur móti borgun og kvittar fyrir o. s. frv. Prentsmiðjan Gutenbcrg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.