Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1905, Blaðsíða 6

Æskan - 01.03.1905, Blaðsíða 6
46 Ekki á því aft vera drykkjumenn, heldur með því nð taka sér eitt staup eða svo. Ekki einn einasti af þeim ætlaði sér að verða drykkjumaður. Engan þeirra grun- aði, þegar hann bar fyrsta glasið að vörum sér, að hann myndi verða ræfill. Ungur maður einn utanlands sat á bak við fangelsismúrana. Hann átti ekki eftir að lifa nema 5 tíma, því hann var dæmd- ur til lífláts fyrir morð. Þá skrifaði hann játningu sína til æskuvinar síns. Meðal annars stóðu þessi orð í bréfinu: „— Að eg hafi drýgt glæpinn í ölæði, þarf eg víst ekki að skrifa þér. En það getur þó ekki réttlætt mig í augum guðs eða manna. Eg hef nú lagt málefni mitt í hendur hins almáttuga guðs og dey ió- legur. En eg vildi feginn enn þá meðan eg hefi tíma til rara þig viðþeim freistara sem „Áfengi“ heitir. Bétti maður lionum svo milcið sem fremsta Iwggulvin af litla fngrinum, grípur liann hrátt heljartökum um alla hendina. Eg vil alls ekki ása.ka þig um neitt, kæri vinur, heldur að eins senda þér mína síðustu aðvörun—“. Ungi maðurinn, sem hét Adolf var háls- höggvinn 13. Júní 1896. Nú munuð þið víst segja, kæru ungu vinir, að ekki fari svona hraparlega fyrir öilum sem drekka eitt glas af víni, eli eða brennivíni. Við þekkjum svo marga, sem drekka ofurlítið og eru þó vel virtir, dug- legir og iðnir menn. Jú, það er satt, en eg vildi spyrja ykkur: „Skyldu þessir sömu verða minna virtir, óduglegri, og ó- iðnari, ef þeir hefðu alveg haldið sér frá nautn áfengra drykkja?" Fáir á vorum dögum þora að fullyrða að svo hefði orðið. Látum okkur segja, að áfengi notað i ströngustu hófsemi sé skaðlaust, — fræg- ustu vísindamenn neita því nú reyndar — en setjum nú að svo væri, hversu margir eru það, sem neyta þess með ströngustu hófsemi? Eru það ekki ákaflega margir, sem fara fram yfir það mark, og gera sér og ástvinum sínum óbætanlegt tjón? Og hver ábyrgist þér, Jcœri ungi vinur, að Jni eklii komist lengra en höfsemin hýður. Það er ætíð hættulegt að hafa nokkurn hlut saman við áfengi að sælda, hversu lítið sem það er. VI. Margir unglingar yfiigefa hinn góða veg strax eftir ferminguna, og vona, að gæfan vaxi á slóðum vínnautnarinnar. Þeir gleyma áminningum foreldra sinna, gleyma guðs vilja og sækjast eftir gleði í solli félaga sinna og á vertshúsinu. Þar koma þeir oftar heldur en í kirkju. — Ef að þessu er fundið við þá, segja þeir: „Má maður þá engrar ánægju njóta?" En er þá enga ánægju, enga gleði eða skemtun að hafa, nema með því að neyta áfengis með henni? Getur maður livergi verið glaður nema í solli, glaumi og glasa- klið ? Jú, sannariega eru til betri nautnir, fegurri skemtanir fyrir hugsandi menn. Er ekki gleðin yfir blessaðri náttúrufegurð- inni, gleðin í umgengninni við ástvini vora, óendanlega miklu betri og meiri, en hið glaumsama drykkjulíf, er spillir líkama og sál? Já, en æskulýðurinn hefir líka sinn rétt! Æskulýðurinn verður þó að hafa leyfi til að vera kátur og fjörugur! Þannig segja þeir, sem vilja tæla ykkur og táldraga. —

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.