Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1905, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1905, Blaðsíða 6
54 skildust þeir að, en sumir fylgdust áfram, bræður, vinir eða nábúar. Einn af yngstu drengjunum gekk eirin sér. Hann átti heima fyrir utan bæinn, og ætlaði sér að komast beina leið yfir ísinn á tjörninni. Skautarnir voru bundnir á skólatöskuna. Páll var friskur og fjörugur piltur, beinvaxinn eins og kerti, ljóshærður og hrokkinliærður; stundum var hárið nokkuð úíið, þegar liann lcom lieim úr skólanum. Augun voru fjörleg og dimm- blá að lit, og gleði og traust skein út úr þeim. Kinnarnar vóru rjóðar og á- valar, og liann gat sungið svo að urn munaði, og á skólanum var eldci hægt að komast af án lians, ef talca þurfti »liúrra«-hró[) eða reka upp gleðióp. Meðan Páll var að spenna á sig skautana, varð lionum lilið yfir vatnið á fallega liúsið, þar sem liann átti lieima, og liann liröklc við af gleði, er lionum datt í liug sleðaferðin, sem liann átti von á seinni liluta dagsins, — og svo bjúgurnar inndælu, sælgætið lians til miðdegismatar. Hann slcrcfaði niður að vatninu, svo í hálfhring út á vatnið, og svo beint áfram. I litla þykka yfirfrakk- anum sínum, sem fór horium svo vel, með loðnu vetlingana, loðhúfuna og loðnu hálfstígvélin, var lionum svo notalegt, eins og sumardagur væri. Á stígnum, sem lá meðfram vatninu, gekk annar drengur, grannvaxinn, fölur og kuldaskjálfandi lítill angi, klæddur í gamla hálfslitna treyju, sem bæði var of stutt og of þröng. Tréskórnir voru gatslitnir og grófu sokkarnir voru líka götugir. Gamla húfan, sem á sínum yngri árum liafði prýtt liöfuðið á ein- hverjum fermingardrengnum, náði nú niður fyrir eyrun á litla Jens, og ógreidda jarpa liárið lians stóð niður undan og flaxaðist í golunni. Hann bar mjólkur- fötu og hljóp við fót, en nam staðar, þegar hann sá Pál. Jens þekti vel »kapteinssoninn«, og þótt þeir aldrei lietðu talað saman, fanst Jens afarmikið varið í Pál og dáðist að honum. Þannig stóð liann þarna með opinauguog munn, og starði á Pál, sem nálægðist óðum. »Þú þarna, karl minn!« sagði Páll, þreil' i Jeris og sveiílaði honum í liring um leið og hann rendi sér framhjá, og gaf lionum svo duglegan snjóholta í ofanálag. Jens litli misti jatnvægið, og þarna lá mjólkurfatan næstum því á liliðinni. Mjólkin streymdi út. Ilvað átti hann nú að gera? Jens lagðist niður og fór að reyna að súpa mjólkina upp í sig úr snjónum; síðan tók hann aftur föt- una í lopnu liöndina, og lagði al' stað í þungu skapi. Það þyngsta var eftir. Páll sá þetta alt saman, en hann var ekki ánægður með sjáll'an sig, en nú gelti »Tryggur« gamli heima, og þarna slóð mamnia hans í glugganum og var að bíða eftir honum; hann flýtti sér og fátæki drengurinn gleymdist. Það varaði nokkra stund áður en faðirinn kom heim. Hann var alvar- legur, næstum áhyggjufullur á svipinn, og var óvanalega þegjandi við borðið. »Það gengur þó ekkert að þér góði minn?« spurði frúin lágt.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.