Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1908, Blaðsíða 7

Æskan - 01.05.1908, Blaðsíða 7
Æ S K A N 39 og eyðilagður; margt hafði hann séð og numið í fjarlægu löndunum, en liann hafði líka gleymt og glatað miklu. Það voru erfiðir sorgardagar, sem runnu nú upp. Hún talaði alvarlega við hann, og með þeim kærleika, sem móður er svo eiginlegur, en það var árangurslaust; hann hafði ekki annað en þverúð og illyrði í frammi. Svo var það einu sinui, er hún hafði alvarlega sýnt hon- um fram á, hvað hegðun lians væri ó- stjórnleg, að hann fór á burt og hét því, að hann skyldi aldrei framar koma heim. Nú liðu mörg ár, móðir hans varð að liía einsömul við sorgir og kvíða; dag og nótt bar hún kvíð- boga fyrir honum, líðan hans og vel- ferð, liins eina liér í heimi, er henni var kæi’. Hár hennar gránaði af sorg og söknuði, sem áður var lirafnsvart, og andvökunælurnar, með bæn og trega mörkuðu djúpar hrukkur í þreytulega andlilið hennar. Á þessum árum fór Hai’aldur víða; hann var sífelt á sjónum, en það fé sem lionum græddist með þessu móti, fór alt til þess að drekkja lieimlöngun- inni og endurminningunum. Hann hitli sjómenn af öllum þjóðuin, en hann var- aðist sem heitan eldinn að koma á þau skip, þar senr liann gat vænst Norð- manna. Eitt sinn er liann var staddur í Lundúnum, réðist liann á harkskipið Wilkie Collins. Tveir af hásetunum höfðu farið og þurfti því að fá tvo menn í skarðið. »Eru nokkrir Norðmenn á skipinuw, spurði Haraldur skipstjórann. »Nei«. »Jæja, þá ræðst eg á skip yðar«. Síð- an var samið um kaupið og Haraldur var ráðinn. Þegar liann kom út á skipið daginn eftir, brá honum við, er liann var á- varpaður og lioðinn velkominn á norsku og það meira að segja á mállýzku þeirri, sem löluð var á æskustöðvum lians. »Hæ, Haraldur, ert þú kominn hingað? Vertu velkominn!« mælti einn af há- setunum við liann, sem var að enda við að ganga frá vaðnum á bátnuni, sem Haraldur kom á. »Skipstjórinn sagði mér, að enginn Norðmaður væri á skipinu«, mælti Har- aldur. »Það var satt, en nú eru þeir tveir, því eg réðist á eftir þér?« »Einmitt það !« Stýrimaðurinn kallaði nú á Harald, svo samræðan varð ekki lengri. (Frh.) Happa- og óhappadagar. 14. dagur mánaðarins var uppáhalds- dagur Napoleons mikla, enda liafði hann þá daga orðið fyrir stórhöppum livað eftir annað. 14. októher 1805 vann liann sigurinn við Úlm og innibyrgði Mack hershöfðingja i borgarkastalan- um. 14. október árið eltir vann hann sigur á rikisher Prússa, sem furstinn af Hóhenlóke-Ingelsingen stj'rði í orustunni við Jena. 14. júní 1800 sigraðist hann á Melasi hershöfðingja Austurrikismanna í orustunni við Marengó. Og 14. júní 1807 sigraði liann í oruslunni við Fríð-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.