Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1908, Blaðsíða 2

Æskan - 01.06.1908, Blaðsíða 2
42 Æ S K A N sér ekki stað. Þessar þjóðir eiga enga fasta bústaði, eins og t. d. vér, heldur búa þeir í tjöldum, og ferðast liver flokkur með tjöld sin og hjarðir, og sest svo að tíma og tíma, þar sem hann finnur golt haglendi. | — Ekki eru og lieldur bændur í föstum bústöðum ör- uggir fyrir árásum ljónsins; og ræðst það ofl og einatt inn í gripahús þeirra og fjárgirðingar á nóttunni og rænir þar dýrum, sem það svo ber burt í kjaftin- um að greni sínu. Sé það ekki svangt, ræðst það mjög sjaldan á önnur dýr, þó á vegi þess verði, og segja svo fróðir menn, að tak- andi sé mark á því, að ef það slær ekki um sig með rófunni, þá sé óhætt að ganga hiklaust fram hjá því, enda mun það og fullreynt, að það er mun hrædd- ara við manninn en flest önnur dýr. — Þegar veiðihugur er i ljóninu, öskrar það voðalega, og er rödd þess stórfeld- ari og ægilegri cn rödd nokkurs annars dýrs í heimi; og er ekkert dýr til, sem ekki lætur sér hregða er hún heyrist. Ljón eru einkum á ferð á nóttunni. Náttúrufræðingurinn Brehm lýsir svo árás ljóns á arahiskan hjarðmanna-hól- stað. »Sólin er gengin undir og hjarðmenn- irnir hafa hælt hjörðina í »serileunni«, þ. e. girðingu, sem lljettuð er úr þyrni- kendum tágum og er 4 — 5 álnir á liæð og 2—3 álnir á þykt. Myrkrið legst yfir hólstað hjarðmannanna, og kind- urnar jarma til lamha sinna, en kýrnar eru lagstar fyrir, eftir að búið er að mjólka þær. Flokkur af ötulum og duglegum varðhundum heldur vörð úti lijá girðingunni. — Alt í einu rísa þeir upp og þjóta allir í sömu áttina út í myrkrið. Það heyrist hark og háreysti, liundarnir gelta í æði, og ómur af hásu villidýrs-öskri berst heim að bólstaðn- um. Það liefur verið hýena, sem verið hefur að læðast kringum girðinguna, en orðið að gefa sig frá eftir ósigur í bar- áttu við hundana. Ekki hefði gengið hóli betur fyrir pardusdýri. — Nú verður aftur alt kyrt og rólegt. Yíirmaðurinn er genginn til hvíldar með konu sinni og hörnum; og hitt fólkið alt að einu að alloknu dagsverki. Þá lieyrist alt í einu voðalegl öskur skamt í burtu, ljkt og þruma væri. Það cr öskur Ijónsins, sem þeir kalla »Essed« (þ. e. hinn ógurlegi) eða »Saha« (þ. e. hjarðarbaninn). — Nú kemst alt á ring- ulreið í hjarðmannabólstaðnum. Fólkið hrekkur upp með andfælum og bíður þess sem verða muni, skjálfandi af ótta; hundarnir læðast kvíðnir og óttaslegnir heim að tjaldinu; kindurnar þjóta um í æði og reyna að komast út úr girðing- unni, geiturnar kumra hátt, nautgrip- irnir þyrpast stynjandi saman i einn hnapp, úlfaldarnir reyna að slíta af sér Ijóðurhandið og llýja. Alt er lostið ógn og skellingu! í einu stökki stekkur ljónið yfir girð- inguna; og með einu liöggi slær það eitt naul til jarðar, og í sama vetfangi snýr ljónið það úr hálsliðunum með kjaftinum. Því næsl stendur það stund- arkorn yfir hráð ainni með glampandi augum og urrandi, og slær um sig mcð

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.