Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1908, Blaðsíða 8

Æskan - 01.06.1908, Blaðsíða 8
48 ÆSK AN leið af öðru og ekkert bréf kom. I’au liafa víst öll misfarist á leiðiuni er það ekki? Eg vona að þú liaíir ekki verið búinn að gleyina mér, eða varstu búinn að því ? (Fiamli). Tígrisdýr. Tigrisdýr eða tigris er mesta og sterk- ast allra dýra al kattakyni að Ijóninu einu undanskildu. og lifir íheitulönd- unum eins og það. En niiklu erlígris grimmari en ljón. — Tigrisinn er ým- ist gulbröndóttur, blettóttur eða flekk- óttur að lit; á hæð er hann álíka og og meðal borð: 1—2 álnir, en á lengd svipað og maður: 2—3 álnir. Ekki hefir hann makka eins og ljónið, og er nokkru kringluleitari, og ekki út af eins ægilegur á svip. Tígrisinn öskrar heldur ekki eins og ijónið, en urrar að eins og hvæsir, og slær ekki eins voðalega um sig með rófunni og það. En engu óskæðara er þó tigrisdýrið en ljónið, og veldur því grimdin; þvi tígr- isdýr er eitthvert grimmasta dýr jarð- arinnar. Ljón ræðst sjaldan á menn eða skepnur nema aðþrengt af hungri; en tígris aftur á móti læðist þráfald- lega að dýrum til að drepa þau þótt liann hafi þess litla þörf eða enga, að eins til þess að svala grimd sinni. Hann er einkum á ferð á kvöldin ogað nóttnnni til, enda verður honum þá og bezt til veiði; þvi í heitu löndunum eru menn og skepnur engu síður þá á kreiki þegar sól er hnigin. Er siður ferðamanna þar að leggja sig fyrir um hádaginn, en leggja fyrst af stað þegar að nóltu líður. — Þegar tígrisinn er á veiðum er hann vanur að liggja fal- inn einhversstaðar undir skógarrunn- um eða í háu sefgrasi, og læðist svo að bráð sinni þegar hana varir minst, og hremmir hana í einu stökki. Þegar hann hefir náð dýrinu á sitt vald og sært það með tönnum og klóm, slepp- ir hann því oft aftur augnablik, en grípur það svo enn á ný með gininu jafnskjótt og það hreyfir sig. Þetta gerir hann lil að kvelja það. Þegar jiessu liefir farið fram tvisvar til þrisvar sinnum rifur hann það loksins á hol, sígur úr því blóðið og étur hjartað og lifrina; má hann vera ærið svangur til að snerta meira. Að jafnaði ræðst tígrisinn einkum á sérstök dýr; en fyrir getur og komið að hann ráðisl jafnvel á heilar ferðamannalestir. Þeg- ar hann stekkur á, er kastið og þung- inn oft svo gífurlegt að hann fellir um koll allra stærstu dýr eins og t. d. fíla. Stundum hefir hann aftur það lag, ])egar hann ræðst á stór dýr, að hann hann steldcur upp á bakið á þeim og heldur sér þar föstum með klóm og' tönnum, og lætur svo dýrið hlaupa með sig unz það hnígur niður aí mæði; þá rífur hann það á hol. Það ber mjög sjaldan við, að dýr sleppi úr tígriss ldóm er hann hefir hremt það á annað borð. En hitt kemur stöku sinnum fyrir að hann nái ekki dýr- inu í fyrsta stökki; og er hann þá vanur að hverfa frá og hætta að ella það dýr, en leitar sér að nýrri bráð. (Framli). Prcntsmiöjau Gutcnberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.