Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1908, Blaðsíða 3

Æskan - 15.12.1908, Blaðsíða 3
Æ S K A N 99 bergið hans, kom honum í rúmið og breiddi siðan ástúðlega ofan á hann. »Þakka þér fyrir, elsku pabbi minn!« sagði Giulio, »nú er eg svo óumræðilega sæll!« Faðir hans vildi sjá hann sofna og settist þess vegna við rúmið hjá hon- um og hélt í hendina á honum og mælti: »Sofðu nú vært, Giulio litli«. Giulio var yfirkominn af þreytu og svelnleysi; liann féll því skjótt i væran svefn og svaf langan thna. Hann naut nú, í fyrsta skifti í margar vikur, end- urnærandi svefns með björluin og blíð- um draumum. Þegar hann loks vakn- aði og lauk upp augunum, var sólin kominn hátl á loft. Þá fyrst fann hann og sá höfuð föður sins hvíla ofan á brjósti sínu hann lá yfir rúmstokkinn og þannig hafði hann setið alla nóttina og að síðustu sofnað útaf við brjóst drengsins síns. Hver var meiri maður Bolli eða Kjartan? Til þess að geta svarað þeirri spurn- ingu verða menn að liafa lesið Laxdcelu oft og mörgum sinnum og það með at- hygli og eftirtekt. Að þessu sinni á ekki svarið að koma i Æskuna, þvi eg vildi að allir lesendur hennar sem komnir eru á fermingaraldur og jafnvel yngri, reyndu til að svara henni fyrst. Ætla eg því að gefa öllum tíma til þess að hugsa um þetta og lesa söguna. Þess vegna vil eg biðja ykkur, sérstaklega ykkur drengina, að útvega ykkur Lax- dælu og lesa hana. Bezt væri ef þið gætuð eignast hana sjálfir, þvi þá gætuð þið fyrst lesið liana yflr og gert ofur- lítið merki við alla þá kapitula, sem þeir Bolli og Kjartan koma við söguna. Þar næst takið þið og lesið aftur alla þá lcapítula, sem þið hafið selt merki við. Svo getið þið sett ofurlitið spurningar- merki út á spássiunni við þá atburði sem ykkur þykir mjög merkilegir og takið svo að hugsa um þá atburði. — Síðan skuluð þið sjálfir leggja spurning- ar fyrir ykkur. T. d.: Á hvað bendir nú þetta atvik? Hvernig kom Kjartan fram í þessu atriði? Var það fallega sagt eða gert? o. s. frv. Eg býzt við að þetta verk taki yfir mestan hluta vetrar, þann sem eftir er. Ef þið svo í vor vilduð taka ykkur til og skrifa mér bréf um þetta og skýra m ér frá áliti ykkar, þá þætti mér það mjög gaman. En þeir sem svara upp á spurninguna, verða að gera grein fyrir þvi og vitna til sögunnar. Ef einhver segir: Kjartan var meiri maður, þá verð- ur hann að skýra frá, hvers vegna hann sé það, hvað hann hafi haft til sins á- gætis fram yfir Bolla, hverja hæfileika eða mannkosti hann hafi haft betri og meiri, og hvar það komi i ljós. — Eins verða auðvitað þeir að fara að sem taka Bolla fram yfir Kjártan. Bezta bréfið skal svo verða prentað i Æskunni og síðan skal eg segja, hvað mér virðisl um það mál. — Én þeir sem ekki ætla sér að skrifa um það geta engu að siður lesið söguna og hafa þeir

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.