Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1908, Blaðsíða 4

Æskan - 15.12.1908, Blaðsíða 4
100 ÆSKAN þá meira gagn og gaman að, er dómur- inn kemur, og geta þá sjálfir séð hvorl rétt með farið. — Þegar eg var drengur þá var ekki svo auðvelt sem nú, að fá fornsögurnar, þvi þær voru i svo fárra höndum, nú er enginn hörgull á þeim, þar sem þær hafa verið gefnar út síðan og eru svo ódýrar að allir geta eignast þær. Gjörið þelta og hyrjið sem fyrst. Fr. Friðriksson. JÓl. Nú týsa jól og ljós menn tendra' í ranni, Þá lítið barn sig gleður við þá sýn, C)g barnsins lund hjá gömlum glæðist manni, En gleði' og lif í hverju auga skin. Þú undra-hátíð! enginn lýst þér getur Þeim yndiskralti, sem þú i þér ber. En enginn málar bjartmynd þina betur En barnsins kinn, af gleði’ er roðna fer. Og aldrei finst mér himinn kyssa hauðnr Eins hjartanlega blítt og jólakveld, Þá fyllist sælu sérhver staður auður, Yið söng og ljós og hlýjan kærleiks-eld. Svo komi jól og kætin vermi hjörtu og krýni ból með himins geislakrans. Frá konungs stól í lífsins ljósi björtu Oss lýsi sólin milda frelsarans. Fr. Fr. Vitnisburður læknis. í Frankfurt am Main dó á síðastliðnu vori hinn nafnfrægi sáralæknir Dr. Schmidh Mezler. Víða ílaug orðrómur hans þegar hann árið 1888 var sóttur til hins deyjandi keisara á Þýzkalandi, Friðriks. Hann liefur einnig haft hinn núverandi keisara til lækningar. Hann var ávall mikilsmetinn hjá kirkjulýðn- um. Eigi löngu tyrir dauða sinn sagð- ist honum á fundi einum þannig: »Herrar mínir! í fjörutíu ár hef ég fengist við vísindaleg störf og hef á þeim tíma orðið þess var að læknisfræðin hefur — eins og hinar aðrar vfsinda- greinar — breytt alveg aðferðum sinum á síðustu 20 árum. Hvernig er það þá unnt að fullyrða, að veruleg og eðlileg mótsetning eigi sér slað milli trúarinnur, er hvilir á óumbreytanlegum grundvelli, enda þótt tíminn breyti ytra búningnum nokkuð, og þekkingar, sem aðallega þró- ast fyrir ágiskanir og stöðugl endurnj'- aðar tilraunir?« Dr. Schmidh-Mezler var persónulega guðhræddur maður, sem stöðugt leitaði sér kraftar og huggunar í bæn til guðs. Einu ári áður en hann dó sagði hann við sálusorgara sinn, að hann vissi að hann ætti skamt eftir ólifað; hann ætlaði

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.