Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1912, Blaðsíða 4

Æskan - 01.05.1912, Blaðsíða 4
36 æ;s k a n. Ekki mælti hann orð frá vörum, þó að honum væri stíað frá gleðileikjum annara barna. Og því var það, að þegar foreldrarnir áttu í mesta baslinu og erfiðleikunum, þá skifti enginn sér at honum langtímum sanian. Systkini hans kvörtuðu meira að segja yfir því, að hann slyppi við að gera það og það, sem þeim var óljúft að gera. »Þú átt bærilega daga«, sögðu þau stundum; »þú þarft ekki að drepa hendi í kalt vatn; alt er gerl fyrir þig«. Á bak við stofuna þeirra var brenslu- viðarkofi. Þar sat aumingja Aðólf dag' eftir dag einmana og enginn leit lil hans. Á gólfinu fyrir framan hann lá ritspjald; hann hélt á grifíli milli tánna á vinstra fætinum og var að reyna að pára. Enginn sá þessar árangurslausu tilraunir hans, hvernig all gekk öfugt, honum til sárrar þreytu; enginn kom til að lala kjark í liann, þegar nærri lá, að hann gæfist upp við alt saman og penninn skrapp aftur og aftur úr greipum tánna, af því að hann var ekki búinn að temja fótinn við að halda honum nógu fast. Jú, Guð, sem vakir með ástríku löð- urauga, svo yfir kryplingi sem öðrum, hann hafði stöðugt auga á honum. Þegar hann var nú búinn að þreyta við þetta lengi, lengi, þá tókst honum loks að slýra pennanum eftir vild sinni. Ilann gat gert stryk með honum, sem í hans augum líktust fullkomlega bók- stöfum. Og hann varð svo himinlif- andi glaður og sýndi kennaranum staf- ina sína. Iíennarinn var nú reyndar ekki eins hugfanginn af þeim og Aðólí var, og hrósaði þeim ekki eins mikið og hann hafði búist við. En hann gerði annað, sem veslings Aðólf hafði alls ekki búist við, — hann faðmaði hann að sér, og upp frá þeim degi varð Aðólf honum svo hjartfólginn. En hvað það var elskulegt, að Aðóll var nú loks búinn að finna vin og hjálparmann, því að margt varð hann ilt að þola. Skólasystkini hans voru reyndar ekki svo slæm í sér; en þau höfðu aldrei séð annað eins og það, að nokkur skyldi bera það við að skrifa með fætinum. Það var eitthvað svo skringilegt, svo hlægilegt, enda hlógu þau dátt að honum og gerðu sér að leik að herma þetta eftir hon- um; úr þessu varð alls konar glens og gletni grá; þau höfðu ekkert hug- boð um, hvað þau særðu aumingja Aðólf með hæðni sinni og hlátri, hann, sem varð að þola þetta aft af því að hann var handavana. í skólanum var hlegið að honum, heima fyrir var hon- um visað út í horn; alstaðar þótti hann vera til þyngsla, og oft var hann sjálf- um sér mesta byrðin, af því að hon- um var varnað margra hreyfinga, svo að nærri lá, að hann yrði af þessu beisklyndur og tilfinningasljór. En föðurauga Guðs vakti yfir litla drengnum, þó að hvorki hann né aðrir hefðu hugboð um það. (Framh.)

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.