Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1912, Blaðsíða 3

Æskan - 01.10.1912, Blaðsíða 3
Æ S K A N. 75 ykkur. Kg hugöi niig hafinn hátt yfir hin líu boðorð Guðs, og þegar skólagöngu minni var lokið, þá gleymdi ég þeim algerlega; ég hugsaði aldrei neitt um að gera þau að lífs- reglu minni. Hefði svo verið, þá hefði ég gcrl mér far um að rækja fjórða boðorðið, en það býður, að maður skuli heiðra for- eldra sína og gera vilja þeirra. Nú hefi ég af dæmi Aðólfs lært, hvernig ég á að breyta. Þrátt fyrir alla góða kosti, sem móðir hans hefir, er lnin liarðlynd og undarleg í sér og æðrugjörn. Hún hefir oft krafist þess af Aðólf, sem honum var um mcgn, og gerl honurn svo lilutskifti hans enn þungbærara með þvi. En aft af er liann hinn sami að kærleika, umhyggjusemi og lolningu fyrir móður sinni. Einu sinni sþurði ég liann, hvernig á því stæði, að hann gæti verið henni svona auð- sveipur, þar scm hann væri þó mikfu hygn- ari og betri en hún; en hann færðist undan að svara því blátt áfram, heldur sagði hann: »Guð hefir skipað mér að lialda boðorð sin, og boðorð hans eru ekki þung. í þessu kemur fram sannur guðsótti, kæru foreldrar, og jafnframt þeim ótta hcfi ég lært svo margt fleira. Af því að ég lá i rúminu aðgerðalaus, þá fór ég að fást við að teikna; gerði ég það i fyrstu til að kcnna Aðólf, þvi að hann hefir lilla tilsögn fengið í dráttlistinni. Ilonum lék mikill hugur á að læra að teikna myndir af hlutum, eins og þeir koma fyrir, enda var honum brýn þörf á því, til þess að hann gæti selt myndirnar sínar. Af sjálfum sér halði honum ekki tekist að læra það. Og aumingja drengurinn var rétt að gefasl upp við það. En þá kom ég lionum til hjálpar. Þegar læknirinn sá teikningarnar mínar, ])á slakk liann upp á þvi, hvort ég vildi ekki teikna fyrir verksmiðju eina þar i grendinni, og svo kom hann hingað með manninn, scm átti að sjá uin það, og sá fékk mér margt að gera. Með þessu móti hcfi ég getað unnið mér inn dálilið, og nú er það von min, að ég komist að því starfi við verksmiðjuna. Svona hefir Guð hjálpað mér, bæði timan- lega og andlega, fyrir milligöngu þessa handa- vana drengs, — sama drengsins, sem foreldr- arnir höfðu svo oft óskað dauða, — það hefir móðir hans sagt mér. Og nú er það við- leitni mín, að reynast ekki meira en lielm- ingi ónýtari en liann í heiminum. En til þess að ég geti byrjað nýtt líf, þá varðar mig mestu, næst blessun Guðs, að þið fyrirgefið mér. í*ess vegna cr það nú bæn mín og beiðni, að þið skrifið mér eina stutta sctningu, bara þetta: Við fyrirgefum þér! Ykkar auðsveipur sonur Gústi«. Þetta var nú bréfið, sem Tíli kaup- maður og kona hans fengu frá syni sínum eftir langan, langan tíma, er þau höíðu ekkert heyrt frá honum. En sú huggun og uppörvun fyrir þau i hverri einustu linu! aPau lásu af hrærðri lijarlans lyst og hverja linu gátu kyst«. Sárt var að vísu að heyra um slysið, sem hent halði son þeirra, en oft liöíðu þau búist við öðru miklu verra en þvi, þó að hann fótbrotnaði og yrði ef til vill kararmaður upp frá þvi. En nú vann gleðin sigur á sorginni. Týndi sonurinn þeirra var fundinn. Þau sátu lengi bljóð og hugsandi, en loks rauf konan þögnina; »Góði rninn! Er langt þangað?« »Já, alllangt, en þó hægt fyrir okkur að komast það«. Hún leit lil manns síns og hann kinkaði kolli til hennar og þau skildu hvort annað. Siðan útvegaði hann sér ferðaáætlanir járnbrautarlestanna og leit eftir sambandinu milli þeirra. »í dag er 20. desember. Eg þarf tvo daga til undirbúnings, svo alt sé i röð

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.