Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1912, Qupperneq 4

Æskan - 01.11.1912, Qupperneq 4
Æ S K A N. 84 niælti: »Já, hann er góður drengur, — það segja allirk Svo þökkuðu hjónin móður Aðólfs líka fyrir móðurlega aðhlynningu. Fyrir þessum hjartanlegu orðum og atlotum hurfu nú öll vandræðin eins Og mjöll fyril' SÓlll. (Niðurl. nœsl.) 1 ljónabúrinu. YRIR nokkrum árum síðan var í dýragarði Lundúna- borgar ljón eitt, sem mælt var að liefði meinloku í höfðinu. Svertingi nokkur, Sambó að nafni, áíli að gæta ljónsins, og var hann bezli vinur þess. Þegar liann kom að búrinu, kom Ijónið á móti honum og rétti löpp- ina út á milli rimtanna, eins og það vildi lieilsa góðvini sínum. Sambó valdi líka álitlegustu kjötstykkin handa ljón- inu, því það var uppáhald hans. Einu sinni kom nokkuð fyrir, sem vakti undrun allra dýravarðanna. Sambó kom lil Ijónsins eins og liann var vanur á morgnana; en undir eins og Ijónið kom auga á liann, tók það að láta öll- um illum látum, þvert á móti því sem vant var. Pað rak upp svo mikið öskur, eins og það vildi vekja alla íbúa Lundúna- borgar; það sló með halanum út í loftið og stökk á móti Sambó eins og það vildi éta hann með húð og hári. Sambó vesalingurinn slóð þarna eins og þrumu lostinn. Hann varð bæði hryggur og forviða yfir ])essu grimdar- æði Ijónsins. Þar sem nú ljónið ekki lél af að öskra og lirista járnstengurnar af öllum mætti, þá varð hann að llýta sér þaðan burtu lil ]>ess að æsa það ekki meira. Þegar hann kom inn lil konu sinnar og lilla drengsins sins, sagði hann þeim, hvað fyrir hafði komið. »Ég skil þetla ekki,<f mælti hann með tárin í augunum; »ég heti þó alt af reynt að dekra við það«. »Það hefir heldur aldrei fengið vonzku- kast síðan í fyrra sumar,« sagði konan. »Það getur þó varla verið, að það muni eftir unganum sínum enn þá«. Tommi Iitli klifraði upp á kné pabba síns og klappaði honum; en þegar hann sá að faðir hans var jafn-raunamæddur eftir sem áður, þá ællaði hann að taka vel ulan um hálsinn á honum. »Svona þykir 'l'omma vænt um pabba«, sagði hann og kreisli svo fast hálsinn á föður sínum sem liann gat, og datt þá hvíti sumarhatturinn af höfði Samhós á gólíið. »Það er hatlurinn!« mælti konan. »Nú skil ég hvernig í öllu Iiggur.« »Skilur — hvað?« spurði Sambó. »Já, þú hefir ekki hafl þennan hatt á liöfðinu fyr en núna síðan í fyrra«. »Já, það er alveg satt,« mælti Sambó. »Aumingja vesalings )jónið!« Þá I)að Tommi litli föður sinn að segja sér söguna af því, og hóf þá Sambó sögu sína á þessa leið: »Fyrir ári síðan kom þella ljón í dýragarðinn. Þá var það ekki eilt sam- an í búrinu, því hjá því var nokkurra

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.