Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1912, Side 6

Æskan - 01.11.1912, Side 6
86 Æ S K A N. Menn sögðu þetta sérvizku og mein- loku af ljóninu að tryllast svona, þó það sæi hvítan léreftshatt, en Sambó hristi höfuðið,— hann vissi betur hvernig í því lá. Úr æsku minni, IV. Hvað er sjórinn djúpur? IWINU sinni fórum við hátt upp í hlíð, — upp í Háateig, þar sem lyngið er 2 mest, — til að rifa lyng. Við höfðum sinn pokann hvor. Þegar við vorum búnir að fylla pokana og þræða fyrir opin, fórum við að leika okkur, því okkur langaði ekkert til að fara undir eins heim. fað var skemtilegra að vera þarna hátt uppi í hlíðinni. Það sem okkur þótti skemtilegast, var að I losa stærstu steinana og láta þá hendast i j háum loftköstum niður hlíðina. Pegar við vorum búnir að losa einhvern stóran stein, stóðum við kyrrir og horiðum á, hvernig hann hoppaði og skoppaði niður brekkurnar, — hvernig hann hentist í liáaloft og féll svo með miklum dynk til jarðar, og reif með sér heila skriðu af mold og smásteinum, sem ekki vildu liggja kyrrir, þegar þeir sáu nafna sinn á svona skemlilegu ferðalagi. í hvert sinn, sem stóri steinninn kom við hliðina, bæltust nýir félagar í hópinn, og þegar þeir voru komnir ofan á jafnsléttu, var komin heil hersing af alls konar stein- um, smáum og stórum. Þeir hoppuðu svo- litið upp í loftið og stöðvuðust svo fyrir fult og alt. þá fórum við að losa annan stein og létum hann fara sömu leiðina. Pegar við vorum orðnir leiðir á þessu og farnir að verða lúnir í handleggjunum af að bisa við stóru steinana, fórum við að virða fyrir okkur útsýnið, — en það er fagurt þarna. Fjörðurinn lá sléltur eins og spegilgler á milli hrikalegra fjallanna beggja megin, sem spegluðu sig i honum; en við fjarðarmynnið tók hafið við og náði svo langt sem augað eygði, — þangað sem himin og sjór koma sarnan. — Einstaka svartur depill sást til og frá í fjarðarmynninu og á hafinu; það voru bátar og fiskiskip, er voru þar að veiðum. Meðfram flrðinum beggja megin voru bæ- irnir á strjálingi; túnin voru skrúðgræn, nema hjá sumum bæjunum voru þau gul- ílekkótt, þar sem farið var að slá. Við stóðum báðir þegjandi og horíðum á náttúrufegurðina. Loks rauf Nonni þögnina og sagði: »Mikið er sjórinn stór!« »Já, tjarska er hann stór«, sagði ég. »Eg hélt aldrei að hann væri svona stór«. »En skal hann ekki vera ákaflega djúpur?« »Jú, það hlýtur hann að vera«. »Við skulum spyrja mömmu að því«. »Já, það skulum við gera«. —------- Við fórum nú að fara heim. Við létum lyngpokana skoppa niður hlíðina og hlupum svo á eftir þeim. fegar við gátum ekki lengur látið þá velta, urðum við að taka þá á bakið og bera þá það sem eftir var af leiðinni. Mamma stóð á hiaðinu, þegar við komum heim að bænum. »IIvað er sjórinn djúpur, mamma?« spurð- um við báðir í einu, um leið og við hentum lyngpokunum á hlaðið. »IIvað er sjórinn djúpur?« tók mamma upp eftir okkur. »IIann er ákaflega djúpur«. »Já, en livað er hann djúpur? Veiztu það ekki?« spurðum við óþolinmóðir. »Hvað eiga þessar heimskulegu spurning- ar að þýða?« spurði man.ma. »Sjórinn er margar mannhæðir á dýpt«. Margar mannhæðir! Ósköp voru að heyra þetta! — Pað væri ekki gott ef pabbi dytti i sjóinn; hann gæti ekki vaðið i land. — Margar mannhæðir! Skárra er það nú dýpið! hugsuðum við.--------

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.