Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1912, Side 2

Æskan - 01.12.1912, Side 2
Æ S K A N. 90 (Sjá mynclina á fyrstu hlaðsíöu). T 'lEGAR Jóhannes tor lil vinnu sinnar um morguninn, var hið siðasta, sem kona hans mælti lil hans: »Góði Jóhannes, komdu nú beint heirn í kvöld. Ó, hvað [m værir vænn, ei' þú gerðir það«. Jóhannes hét því og kysti börnin sin, Hildi og litla drenginn, að skilnaði. Það var laugardagur og átti hann þvi að taka við vikukaupi sínu um kvöldið að lokinni vinnunni, en þann dag var konan hans sífelt kvíðin og óróleg hans vegna. Jóhannes var að upplagi drengur góður, en fremur þrek- litill og ósjálfstæður. Oftsinnis hafði Iiann heitið því, að ganga fram hjá veitingahúsinu og oftsinnis hal'ði hann gengið á þetta heit sitt. Það var eins og þelta bjarta og heita herbergi, sem gegnsýrt var af öl- og vinþei', hefði ómótstæðileg aðdráttaráhrif á hann, og ginti það hann ekki, þá gerðu slæmir lagsbræður hans það. Oftsinnis hafði hann einsett sér að fara beint heim, en sjaldan hafði hann þó gert það. Hann unni konu sinni og börnum, og vildi ekki vera vatdur að sorg og áhyggjum þeirra, en ginningar veitinga- hússins stóðst hann ekki. Tæki hann öðru hvoru i sig kjark og mótmælti þvi að fara inn í veit- ingahúsið og kvaðst ætla beint heim, þá hlógu þeir og hæddust að honum; einn spurði hann, hvort hann hrædd- ist »kerlinguna« eða »vöndinn« eins og krakki; annar kvaðst ekki mela mikils Jiann mann, sem ekki hefði þrek til að stjórna kvenfólki og krökkum og vera húsbóndi á heimili sínu; sá maður væri blátt áfram aumingi. Svo tóku þeir að gorta af aga þeim, er þeir hefðu á sinu heimili, og af óttanum, er konan og börnin hefðu af þeim. Jóhannes var í raun og veru ekki slæmur maður, eins og áður er sagt, en liann var þreklaus og þvi fljótur að láta undan áslríðum og ginningum. Þetta vissi kona hans, þvi hún þekti nákvæmlega lyndiseinkunnir hans. — Hún reyndi að halda öllu í réttu horfi á heimilinu eftir mætti, Jjótt illa gengi stundum, því vikukaupið var ekki mikið, en þó hefðu þau vel getað komist af, hefði ekki helmingur þess, og stundum meira, farið í veilingahúsið. Margt tárið feldi hún yfir því, og margri gleðinni rændi þessi ástríða föðursins börnin hans. Þegar Jóliannes var farinn þennan morgun, átti kona hans að eins eitl athvarl'. Hún bað Drottinn að snúa huga manns síns frá veitingahússlifmu og óheillafélögunum, svo hann yrði að betri manni. Hildur, sem var 6 ára að aldri, ('ylgdist með í bæninni eftir mætti, og litli drenghnokkinn sat uppi í rúminu og sagði i hálfum htjóðum: »Pabbi, pabbi«. Sem betur fór hafði hann litla hugmynd um breyskleika föður síns, en honum þótti vænt um pabba sinn og vissi að þetta var hon- um að einhverju leyti viðkomandi.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.