Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1912, Blaðsíða 5

Æskan - 01.12.1912, Blaðsíða 5
Æ S K A N. 93 »Það er til herra Aðólfs Vendelíns. Utanáskriftin er fullgreinilegcc. Aðólf skaut skelk í bi-ingu. »Til min?« Tíli tók við bréfinu, leit til Aðólts með spyrjandi augnaráði, bi'aut inn- siglið og hélt svo bréfinu fyrir augun- um á Aðólf, en hann las það og las upp aftur. »Nei, aldrei hefi ég nú heyrt annað eins!« hrópaði hann upp yfir sig. »Hvað er það?« hrópuðu nú allir í einu hljóði. Aðólf þagði, en Gústaf þreif bréfið og hrópaði upp himinlif- andi glaður: »Heyr! heyr! Keisarinn hefir ekki nema veitt honum Aðólf 300 króna lífeyri á ári meðan hann lifir. ó, Aðólf, þú góði drengur, gleðstu nú! Pú áttir fyrir því, og ég veit, að keis- arinn ann þér þess vel. En hvað það var inndælt, að þú skyldir einmitt fá að vita þetta nú í kvöld«. Aðólf var ekki búinn að ná sér enn eftir geðshræringuna, en að lokum sagði hann: »Ó, ég heíi nú alt af verið að hugsa um það, að hann hefði vel getað keypt eina mynd hjá mér. En hann hefir þá hugsað fyrir mér á þennan hátt. Hvernig á ég nú að þakka honum það?« Móðir hans leit til hans og þóttist nú vaxa af því meira en nokkurn tíma áður, að hún skyldi eiga hann fyrir son. Ekki nema það þó, að keisar- inn sjálfur hafði tekið eftir honum; hún áleit, að hans hátign heíði hlotið að finnast mikið til um hann. En Aðólf sagði: »Að þvi er sjálfan mig snertir, þá get ég vel unnið fyrir mér, en ég gleðst vegna systkinanna minna. Ó, hvernig gel ég fullþakkað Guði og mönnum? Allir eru mér svo undur- góðirk Hann sagði ekki meira, en í hjarla hans ómuðu þessi orð án afláts: »Ég á ekki skilið þá miskunn, sem Guð hefir auðsýnt mér«. Voru þeir nú allir komnir á kaldri vetrarnóttunni, englarnir með liljurnar og rósirnar, sem hann var einu sinni að dreyma? Jólahátíð, jólakerti og jólaljós liða undir lok, en það, sem þá er sáð, ber áreiðanlega ávöxt. Tíli og kona hans vildu ekki fara frá syni sínum og þeim var líka nauð- ugt að skilja við Aðólf. Gústaf mátti vera þarna kyr, þó að hann kæmist á skrið, þvi að hann var búinn að fá verk að vinna, og svo sagði læknirinn líka, að loftið upp til fjallanna væri heilnæmt fyrir hann. Foreldrar hans tóku lika eftir þvi, að loftið haíði góð áhrif á þau, og ekki að eins loftið yfir Alpafjöllunum, heldur og loftið, sem streymir frá háfjöllunum himnesku, þaðan sem hjálpin kemur. Tíli kaupmaður seldi nú verzlun sina, því að hann hafði lengi þráð að búa i kyrð og næði, og keypti sé.r lítið hús rétt hjá baðstaðnum. Gústaf fluttist þangað og gekk við hækjur og rækti starf sitt af kappi. Aðólf er eins og barn á heimilinu, hann kemur til þeirra hjóna tvisvar í viku, til þess að fá til- sögn hjá Gústaf i landlags-teikningu. Þeir, sem nú ferðast um þessar slóðir, geta fengið keyptar myndir af fjöllum og dölum, sem Aðólf hefir dregið með

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.